Mánudagur, 20. febrúar 2006
Hver tilboðshafi bauð að meðaltali í 13 lóðir
Það er með ólíkindum hversu illa R-listinn klúðrar öllu er viðkemur lóðum og skipulagi. Lotterí í Breiðholti, skipulagsslysið Hringbrautin, bútasaumurinn í Vatnsmýrinni og nú þetta ótrúlega klúður við úthlutun lóða í Úlfarsfelli.
Í útboðsskilmálum kemur fram að lögaðilar geti ekki gert kauptilboð í byggingarrétt á lóðum fyrir einbýlishús en umrædd tilboð gerði Benedikt Jósepsson, eigandi fyrirtækisins ByggBen ehf., í eigin nafni. Að meðaltali hljóðuðu tilboð Benedikts upp á 20 milljónir króna fyrir hverja lóð. Benedikt fékk 39 lóðir af 40 mögulegum.
Tekjur Reykjavíkurborgar af sölu byggingarréttar á 120 lóðum í suðurhlíðum Úlfarsfells eru samkvæmt þessum útboðstölum allt að 4,3 miljörðum króna. Byggingarréttur fyrir hverja íbúð er að meðaltali um 10,5 miljón. Alls gerðu 313 aðilar 4.240 tilboð í lóðir. Þetta þýðir að hver og einn af þessum 313 aðilum gerðu 13 tilboð í hverja lóð að meðaltali sem sýnir að þarna voru töluvert margir í sama tilgangi og Benedikt.
Dagur ósýnilegur sem formaður skipulagsráðs
Það er merkilegt að Dagur hinn yfirleitt mjög sýnilegi í öllum skipulagsmálum sé gjörsamlega ósýnilegur í þessu máli. Ætli það sé verið að verja nýja oddvitann fyrir hnjaski? Á hann að sleppa við pólitík og öll önnur óþægindi? Hvar er sýnilega, opinbera og lýðræðislega stjórnsýslan hans Dags?
Klúðrið í Úlfarsfelli er margfalt. Í fyrsta lagi var engin samstaða um þessa aðferðafræði í borgarráði. Í öðru lagi var lágmarksupphæð sú sem gefin var fyrir einbýlishúsalóð mikið hærri en lottótalan í Breiðholt og of há miðað við markaðsverð sambærilegra lóða í nágrannasveitarfélögunum. Í þriðja lagi er alls ekki skýrt að það hagnist einstaklingum, þ.e. Reykvíkingum, betur að einstaklingar byggi húsin sjálfir. Færa má sterk rök fyrir því að byggingaraðilar geti byggt á hagkvæmari hátt og uppboð því eðilegri og betri leið fyrir reykvískar fjölskyldur. Í fjórða lagi er gefið að þessi vandi heldur áfram að vera vandi á meðan að slíkur skortur er á lóðum eins og raun ber vitni.
Nú segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, það ekki koma til greina að sami einstaklingur fái allar einbýlishúsalóðirnar sem boðnar voru út í Úlfarsárdal nú fyrir helgi. R-listinn ætlar að nýta sér fyrirvara sem eru í reglunum en þá er líklega borgin skaðabótaskyld. Enn hafa þessir fyrirvarar ekki verið opinberaðir og virðist enginn stjórnmálamaður hafa þá á hreinu. Eini maðurinn sem sá og sér ljósið er Árni Þór Sigurðsson oddviti Vinstri grænna þegar hann sagði í gær: ,, ...sú aðferð Reykjavíkurborgar að efna til útboðs við úthlutun einbýlis- og parhúsalóða í landi Úlfarsárdals [hefur] beðið skipbrot."
Í útboðsskilmálum kemur fram að lögaðilar geti ekki gert kauptilboð í byggingarrétt á lóðum fyrir einbýlishús en umrædd tilboð gerði Benedikt Jósepsson, eigandi fyrirtækisins ByggBen ehf., í eigin nafni. Að meðaltali hljóðuðu tilboð Benedikts upp á 20 milljónir króna fyrir hverja lóð. Benedikt fékk 39 lóðir af 40 mögulegum.
Tekjur Reykjavíkurborgar af sölu byggingarréttar á 120 lóðum í suðurhlíðum Úlfarsfells eru samkvæmt þessum útboðstölum allt að 4,3 miljörðum króna. Byggingarréttur fyrir hverja íbúð er að meðaltali um 10,5 miljón. Alls gerðu 313 aðilar 4.240 tilboð í lóðir. Þetta þýðir að hver og einn af þessum 313 aðilum gerðu 13 tilboð í hverja lóð að meðaltali sem sýnir að þarna voru töluvert margir í sama tilgangi og Benedikt.
Dagur ósýnilegur sem formaður skipulagsráðs
Það er merkilegt að Dagur hinn yfirleitt mjög sýnilegi í öllum skipulagsmálum sé gjörsamlega ósýnilegur í þessu máli. Ætli það sé verið að verja nýja oddvitann fyrir hnjaski? Á hann að sleppa við pólitík og öll önnur óþægindi? Hvar er sýnilega, opinbera og lýðræðislega stjórnsýslan hans Dags?
Klúðrið í Úlfarsfelli er margfalt. Í fyrsta lagi var engin samstaða um þessa aðferðafræði í borgarráði. Í öðru lagi var lágmarksupphæð sú sem gefin var fyrir einbýlishúsalóð mikið hærri en lottótalan í Breiðholt og of há miðað við markaðsverð sambærilegra lóða í nágrannasveitarfélögunum. Í þriðja lagi er alls ekki skýrt að það hagnist einstaklingum, þ.e. Reykvíkingum, betur að einstaklingar byggi húsin sjálfir. Færa má sterk rök fyrir því að byggingaraðilar geti byggt á hagkvæmari hátt og uppboð því eðilegri og betri leið fyrir reykvískar fjölskyldur. Í fjórða lagi er gefið að þessi vandi heldur áfram að vera vandi á meðan að slíkur skortur er á lóðum eins og raun ber vitni.
Nú segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, það ekki koma til greina að sami einstaklingur fái allar einbýlishúsalóðirnar sem boðnar voru út í Úlfarsárdal nú fyrir helgi. R-listinn ætlar að nýta sér fyrirvara sem eru í reglunum en þá er líklega borgin skaðabótaskyld. Enn hafa þessir fyrirvarar ekki verið opinberaðir og virðist enginn stjórnmálamaður hafa þá á hreinu. Eini maðurinn sem sá og sér ljósið er Árni Þór Sigurðsson oddviti Vinstri grænna þegar hann sagði í gær: ,, ...sú aðferð Reykjavíkurborgar að efna til útboðs við úthlutun einbýlis- og parhúsalóða í landi Úlfarsárdals [hefur] beðið skipbrot."
Spurt er
Ertu mótfallin/n samræmdum prófum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning