Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mánudagur, 3. apríl 2006
Vísindi í grunnskólum
Lykillinn er að byrja á fyrstu skólastigunum, í leikskóla og í grunnskóla. Í leikskóla er hægt að kynna með leik eins og víða er gert hin mismunandi efni sem jörðin gefur okkur. Í Montessori hugmyndafræðinni er mikið lagt upp úr því að leyfa börnum að snerta á ólíkum efnum, fljótandi og í föstu formi, að blanda saman hlutum og byggja upp þann þankagang sem undirbyggir tilraunastarfsemi.
Í grunnskóla ættu tæki og tól fyrir raunvísindakennara að vera mun betri en þau eru í dag. Mér dettur í hug að hafa sameiginlegt geymslurými sem sveitarfélög geta sameinast um þar sem dýrari tækin eru til útláns. Það sem er svo spennandi við vísindin eru tilraunirnar og börnum (yngri en 13 ára) finnst þetta leikur einn. Sonur minn er í Ísaksskóla og þar eru þau t.d. byrjuð að telja dagana sem það tekur að láta vatn gufa upp. Allt þetta miðar að því að kveikja í börnunum, sýna þeim hvað vísindi eru spennandi og hvernig hlutir bæði breytast og verða til fyrir framan okkur.
Þá komum við að vandanum. Kennara skortir sem hafa góðan bakgrunn í að kenna ungum börnum vísindi. Sami vandi blasir við í Kaliforníu um þessar mundir og þessi grein er áhugaverð með tilliti til þess hvernig þeir nálgast vandann með ýmsum úrræðum. Scwarzenegger hefur ákveðið að láta peningana tala.
Þetta er hugmyndafræði sem að við höfum ekki nýtt okkur mikið. Íslendingar eiga alltaf erfitt með að ræða um styrki og peninga í tengslum við menntun (og heilbrigðismál). En þetta eru góðar hugmyndir. Ég sé fyrir mér að ÞEGAR við Sjálfstæðismenn vinnum borgina gætum við boðið styrki til þeirra námsmanna sem velja að fara í kennaranám með áherslu á vísindakennslu í kennaraháskólum landsins með því skilyrði að þeir kenni í 4 ár í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Þessir nemendur gætu þá minnkað lántöku sína hjá LÍN og verið tryggir með vinnu að loknu námi.
Miðvikudagur, 1. mars 2006
Strætó fyrir hverja?
Við hjónin eigum einn 10 ára strák sem er farinn að flakka um borgina til að heimsækja vini og vandamenn. Í gær hjólaði hann til vinar síns í Laugardalnum í ótrúlegum umferðarþunga og svifryki yfir hættumörkum sem fræðingar segja að stytti líf manns um 60 daga.
Og er þetta ekki eðlilegt? Jú, líklega en mér finnst þetta ekki besta leiðin fyrir hann að ferðast. Ég vil að Strætó (www.bus.is) sé notaður á dögum eins og þessum, þegar það er kalt og skítugt. Ég vil að Strætó virki sérstaklega vel fyrir þarfir þeirra sem ekki geta keyrt, þ.e. yngri og eldri Reykvíkinga.
Gott og vel. Kíkjum á heimasíðu Strætó og skoðum hvernig hann kemst í Laugardalinn. Fyrsta tillagan er hér að neðan, 28 mínútur, 2 vagnar, skipti á Hlemmi og samtals tæplega 300 m. ganga. Algjörlega furðulegur ferðamáti. Það tekur minni tíma fyrir mig að skutlast heim úr miðbænum og koma honum í Laugardalinn og fara aftur í vinnuna. Þetta getur ekki verið.
Skoðum þetta nánar, hann hlýtur að geta farið án þess að skipta um vagn og fara niður á Hlemm.
Önnur tillagan er líka hér að neðan, en hún er valin af korti eftir stærri götum en áður. Til þess að finna þetta notaði ég mjög flott kerfi á heimasíðunni, í raun flottara en leiðakerfið sjálft. Þessi leið gerir ráð fyrir að sonur minn gangi rúmlega 700 metra til og frá stoppistöðvum (að lágmarki). Hann þarf t.d. að ganga frá Bústaðakirkju og næstum að Borgarspítla á þessa stoppistöð.
Þessi leið gæti vel gengið (og ekki þarf 10 ára barn að kvarta yfir hreyfingunni sem af þessu hlýst) en þegar skoðað er hversu lítið þétt þetta strætisvagnanet er eftir mörg hundruð milljóna króna breytingar verður maður ansi pirraður útsvarsgreiðandi. Og í þokkabót er komið fargjald fyrir ungmenni (12-18 ára). Hefði ekki verið betra að þétta betur grindina í Reykjavík en að setja allt fjármagn Reykjavíkur í uppbyggingu kerfisins í nágrannasveitarfélögunum?
Ljóst er að markmiðið með breyttu strætókerfi er að keyra alla niður í bæ. Ekki er gert ráð fyrir að fólk þurfi að fara mikið til vina og ættingja eða þá í vinnu í öðrum bæjarhlutum, nema jú þú búir niður í bæ. Þetta er kannski stefnan, að sem flestir búi niðri í bæ og vinni í úthverfum eða búi í úthverfum og vinni niðri í bæ.
Tillaga 1: Vagnar 11 og 14
28 mínútur
Kjalarland: Gengið 170 metra
Bústaðavegur 22:09 Leið 11
Hlemmur (bið 5 mínútur) 22:28 Leið 14
Sundlaugavegur v/Laugardalslaug 22:33 Gengið 90 metra að Laugalæk
Tillaga 2: Vagn 14
18 mínútur
Kjalarland gengið að Eyrarlandi 500 metrar
Bústaðavegur 15:59 Leið 14
Sundlaugavegur v/Laugardalslaug 16:15 Gengið að Laugalæk 150 metrar
Sunnudagur, 12. febrúar 2006
Svipbrigðalaus Dagur
Mér fannst þó leiðinlegt að sjá hversu svipbrigðalaus Dagur var þegar fréttirnar bárust. Á stundum eins og þessum ættu frambjóðendur sem sigra að haga sér eins og Björk Vilhelmsdóttir og Oddný Sturludóttir og sýna gleði sína og þakklæti. En Dagur var eins alvarlegur og veðurfréttamaður að venju. Hann var ekki búinn að koma sér fyrir í Kastljósstólnum þegar hann var byrjaður að senda leiðindapílur í loftið um Vilhjálm og Sjálfstæðisflokkinn. Baráttan um borgina er hafin og hann er búinn að setja tóninn. Dagur ætlar að tala um fortíð Sjálfstæðismanna fyrir 12 árum síðan. Það verður gaman að heyra dæmin sem hann grefur upp og sérstaklega gaman að heyra hann mæta Vilhjálmi í kappræðum um hin og þessi mál sem komu upp fyrir mörgum árum síðan. Gangi honum vel, Vilhjálmur er minnugur um allt og alla enda mikill reynslubolti. Það sem er þó mikilvægast er að Dagur hefji ekki einhverjar einræður sem að fari um víðan völl og reyni að halda sér innan umræðunnar. Það hefur að vísu ekki gerst oft enda er hann snillingur í að svara ekki spurningunum sem hann fær.
Föstudagur, 6. janúar 2006
Sharon kveður líklega stjórnmál
Afstaða hans í friðarviðræðum hefur þó verið umdeild. Frá ákvörðun Sharon í sumar að draga til baka Ísraelskt herlið frá Gaza svæðinu hafa miklar deilur komið upp í ríkisstjórn hans nú síðast þegar hann sjálfur fór frá Likud flokknum og myndaði miðjuflokkinn Kadima sem þýðir áfram. Síðasta skoðanakönnun sýndi styrk hans því að nýji flokkurinn fengi 42 sæti af 120 í þingkosningunum. Nú veltir maður fyrir sér hvað Kadima verði án Sharon.
Nýji flokkurinn hefur líklega ekki skýran stökkpall, er án leiðtoga að öllum líkindum og er blanda úr ólíkum flokkum. Olmert, starfandi forsætisráðherra er reynsluríkur og ákveðinn og talar í takt við Sharon en er óvinsæll.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1206
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
-
kjartanvido
-
olofnordal
-
fridjon
-
andres
-
astamoller
-
gaflari
-
ragnhildur
-
birkire
-
doggpals
-
stebbifr
-
jarnskvisan
-
herdis
-
ea
-
doj
-
godsamskipti
-
arndisthor
-
audbergur
-
audureva
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
dullur
-
bryn-dis
-
jaxlinn
-
erla
-
uthlid
-
grettir
-
gudfinna
-
hildurhelgas
-
kolgrimur
-
hlodver
-
oxford
-
hvitiriddarinn
-
golli
-
ingo
-
ibb
-
nonniblogg
-
jorunnfrimannsdottir
-
skruddan
-
maggaelin
-
olafur23
-
otti
-
sigurdurkari
-
sjalfstaedi
-
saethorhelgi
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
vibba
-
villithor
-
thorsteinn
-
hnefill