Föstudagur, 11. apríl 2008
Borgarbörn
Í leikskólaráði var aðgerðaráætlunin borgarbörn samþykkt. Þær fela í sér umfangsmikla aðgerðaráætlun með ólíkum úrræðum til að tryggja börnum frá því að fæðingarorlofi lýkur og fram til grunnskóla val um þjónustu. Árið 2012 verða þannig foreldrar lausir við þá óreiðu og óskipulag í dagvistun sem nú er við lýði.
Að auki var samþykkt tillaga um svokallaða þjónustutryggingu og rannsókn á því hvernig foreldrar nýta sér hana og önnur úrræði þegar foreldraorlofi lýkur. Þjónustutryggingin felur í sér að foreldrar sem hafa fullnýtt fæðingarorlof sitt, sótt um í leikskóla fyrir barn sitt og eru á biðlista eftir plássi, geti fengið þjónustutryggingu. Þjónustutrygging er jafnhá greiðsla og Reykjavíkurborg greiðir með barni sem er í vistun hjá dagforeldri.
Foreldrar sem þiggja þjónustutryggingu en ráðstafa henni ekki til þriðja aðila sem gætir barns skipta á milli sín tímabilinu á sambærilegan hátt og lög um fæðingarorlof gera ráð fyrir. Markmiðið er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera báðum foreldrum kleift að samræða jafnt fjölskyldu-og atvinnulíf.
Tillögurnar sem samþykktar voru eru eftirfarandi. Einnig er hægt að sjá hér yfirlit yfir borgarbörn af blaðamannafundi á miðvikudaginn.
Tillaga F-lista og D-lista um Borgarbörn - tímasetta aðgerðaráætlun í uppbyggingu á þjónustu fyrir reykvísk börn Leikskóli annast að ósk foreldra uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri undir handleiðslu sérmenntaðs fólks. Höfuðmarkmið leikskólaráðs Reykjavíkurborgar er að tryggja börnunum framúrskarandi nám og umönnun í leikskólum. Til að ná því marki þarf að huga að mörgu. Byggja þarf skóla í takt við fjölgun barna í borginni og mæta auknum kröfum foreldra um lengri dvalartíma. Fjölga þarf rýmum fyrir yngri börn í leikskólum og tryggja að fagmenntuðu starfsfólki fjölgi. Þá þarf að setja skýr markmið og fylgja eftir kröfum um gæði í skólastarfi. Samfara þessari uppbyggingu er það markmið leikskólaráðs að tryggja foreldrum aðgengi að öðrum ummönnunarúrræðum, s.s. dagforeldrum. Brýnt er að setja tímasett markmið til að foreldrum sé ljóst að unnið er samkvæmt metnaðarfullri aðgerðaráætlun. Aðgerðaráætlunin heitir Borgarbörn og endurspeglar skref Reykjavíkurborgar á næstu 4 árum að því framtíðarmarkmiði borgarstjórnar að tryggja foreldrum val um dagvistarþjónustu frá því að fæðingarorlofi lýkur. Aðgerðaráætlunin Borgarbörn hefur það markmið að fjölga leikskólaplássum og kynna ný og ólík úrræði fyrir börn í Reykjavík með það að markmiði að bæta þjónustu við foreldra og börn. Í áætluninni kemur fram að á næstu þremur árum verði leikskólaplássum fjölgað í nýjum leikskólum og nýjum deildum bætt við rótgróna leikskóla. Einnig verða í henni tímasetningar á nýjungum eins og nýjum úrræðum í þjónustu dagforeldra, samningar við dagforeldra, þjónustutrygging, ungbarnaskólar, jöfnun niðurgreiðslna til sjálfstætt rekinna leikskóla, rafræn innritun í leikskóla samhliða nýjum upplýsingavef um dagvistunarmöguleika.Tillaga F-lista og D-lista um þjónustutryggingu
Lagt er til að foreldrar í Reykjavík sem hafa fullnýtt fæðingarorlof sitt, sótt um í leikskóla fyrir barn sitt og eru á biðlista eftir plássi, geti fengið þjónustutryggingu. Þjónustutrygging er jafn há greiðsla og Reykjavíkurborg greiðir með barni sem er í vistun hjá dagforeldri. Þjónustutrygging stendur til boða eftir að fæðingarorlofi lýkur, við 6 mánaða aldur hjá einstæðum foreldrum og við 9 mánaða aldur hjá giftum foreldum og þeim sem eru í sambúð. Þjónustutrygging gildir þar til barn fær boð um vistun í leikskóla eða gefst kostur á dagforeldri að ósk foreldra (þar til barnið verður 2 ára). Þjónustutrygging borgarinnar stendur til boða frá 1. september 2008 og verða umsóknir á rafrænu formi. Þjónustutrygging er tímabundin greiðsla til foreldra á meðan þeir brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær þjónustu dagforeldra eða leikskóla, s.s. til að greiða þriðja aðila, skyldmenni eða öðrum, fyrir aðstoð. Foreldrar sem þiggja þjónustutryggingu en ráðstafa henni ekki til þriðja aðila skipta á milli sín greiðslutímabilinu á sambærilegan hátt og lög um fæðingarorlof gera ráð fyrir. Markmiðið með skiptingu á milli foreldra er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.
Tillaga F-lista og D-lista um rannsókn á nýtingu og viðhorfi foreldra á dagvistarþjónustu að loknu fæðingarorlofi Lagt er til að sett verði á laggir rannsóknarverkefni í samstarfi við Rannsóknarstofu í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands. Í því verði skoðað hvernig reykvískir foreldrar haga umönnun barna sinna frá því að fæðingarorlofi sleppir, ástæður fyrir ólíku vali foreldra á þjónustu fyrir börn sín og hvernig foreldrar nýta og upplifa tímabundna þjónustutryggingu. Rannsóknin dragi fram tölulegar staðreyndir (megindleg rannsókn) og varpi ljósi á skoðanir foreldra með ólíkan bakgrunn, m.a. með viðtölum (eigindleg rannsókn). Nánari rannsóknaráætlun verði kynnt leikskólaráði í vor og er miðað við að rannsókn ljúki í ágúst 2009.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Innlitskvitt!
Ása (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.