Miðvikudagur, 12. mars 2008
Flott hugmynd
Ég er ekki vön að setja svona hluti á síðuna mína en mér finnst svona litlar hugmyndir svo hrikalega skemmtilegar. Ekki spillir þegar mögulega hugmyndin getur haft áhrif á líf fólks. Ég veit að þetta er ekki einsdæmi um virðingu fólks fyrir grunnskólakennurum sínum, ég á nokkuð margar svona litlar sögur sem sitja eftir. Engin þeirra er tengd verkefni í bók eða námsefni sem slíku heldur miklu frekar atviki sem var stýrt af kennara til að kenna okkur mikilvægan hluti eða hluti.
En þetta fékk ég sem sagt sent í dag frá æskuvinkonu minni:
Dag einn bað kennari nemendur sína að skrifa nöfn bekkjarfélaganna á blað. Þeir áttu að skrifa eitt nafn í hverja línu og hafa auða línu á milli. Síðan bað hún nemendur sína að hugsa um það besta um hvern og einn og skrifa það fyrir neðan nafnið. Þegar nemendur fóru úr tíma skiluðu þau blöðunum til kennarans sem fór með þetta heim og bjó til lista yfir hvern nemanda og safnaði saman því sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað. Síðan fengu nemendurnir þetta í hendurnar daginn eftir. Þegar þeir lásu þetta urðu þeir hissa á öllu því jákvæða sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað.
Þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir að þeir skiptu svona miklu máli. Kennarinn vissi ekki hve mikið nemendurnir ræddu þetta sín á milli eða við foreldrana en þetta hafði tilætlaðan árangur. Nemendurnir urðu ánægðari með sig og aðra í bekknum, þeim leið betur.
Lífið hélt áfram.
Mörgum árum seinna lést einn nemendanna sem hét Magnús og kennarinn ákvað að vera viðstaddur jarðarförina. Einn vinur hins látna gekk til hennar og spurði hvort hún hefði verið kennarinn hans og sagði að Magnús hefði talað mikið um hana. Foreldrar hins látna komu einnig til hennar og vildu sýna henni svolítið. Þau höfðu fundið samanbrotið blað í veski Magnúsar og var það listinn með öllu jákvæðu atriðunum frá bekkjarfélögunum sem kennarinn hafði fengið honum fyrir mörgum árum.
"Þakka þér fyrir að gera þetta,því eins og þú sérð þá skipti þetta hann miklu máli" sagði móðir Magnúsar. Fyrrum bekkjarfélagar tóku undir það og sögðu að þessi listi hefði fylgt þeim öllum gegnum lífið og skipt þá mjög miklu máli. Þetta var eitt af því sem þeim þótti vænst um. Þegar gamli kennarinn heyrði þetta settist hún niður og grét, bæði syrgði hún Magnús og svo var hún hrærð yfir því að hafa snert nemendur sína með þessu uppátæki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Sæl Þorbjörg!
Gaman að sjá þetta á síðunni þinni. Þetta hef ég notað til margra ára sem kennari einnig að láta börnin gera sér markmið sem þau stefna að og hvað þau þurfi að gera á hverjum degi til að nálgast markmiðið sitt. Síðan skoðaum við reglulega við hvernig gengur að ná því.
Það er margt jákvætt hægt að gera til að efla sjálfstraust nemenda.
Sesselja Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 12:57
Takk fyrir þetta blogg!
Kári Harðarson, 12.3.2008 kl. 14:14
Algjör snilld að kennaranum skildi detta þetta í hug!. Þetta er oft notað á námskeiðum ásamt líkum aðferðum, fyrir fólk með allskonar tilfinningavandamál og er mjög áhrifaríkt og jákvætt. Takk fyrir góðan pistil.
Óskar Arnórsson, 12.3.2008 kl. 14:15
Þetta á að vera inn í kennaramenntunni, að ég held. Þetta er hluti af tengslaprófi sem lögð eru fyrir bekkina. En sagan er góð.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 16:59
Frábært að sagan mín skyldi rata til þín. Ég þýddi hana úr sænsku og setti á bloggið mitt um daginn, sjá hér
Elinóra Inga Sigurðardóttir, 13.3.2008 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.