Fimmtudagur, 6. mars 2008
Þau opna dyr
Nú er að ljúka heimsókn leikskólasviðs og menntasviðs hér í Boston þar sem skoðuð eru ólík úrræði sem notuð eru hér fyrir einhverf börn. Með í för eru skólastjórar og aðstoðarskólar skóla í Reykjavík sem sinna börnum með sérþarfir. Ég veit að við gerum mjög vel við börn við sérþarfir í Reykjavík en það er mikilvægt að vera á tánum og bæta við úrræðum eða þjónustu ef þurfa þykir.
Á síðu umsjónarfélags einhverfa segir skýrt frá hvað einhverfa er og hvernig hún lýsir sér en þar segir að miða megi við að um 2000 íslendingar séu á einhverfurófinu. Aukning á einhverfugreiningum er veruleiki en ekki er vitað hvers vegna. Ein skýring er að greiningartækin séu orðin það nákvæm að önnur þroskahömlun sem áður var sé nú skýrð betur á einhverfurófinu en margir rannsóknarmenn telja hins vegar einhverjar breytingar vera í umhverfinu eða lífeðlislega sem leiða til þessarar aukningar.
Sérstaklega góðar móttökur fengum við hjá NECC (The New England Center for Children) sem er einkarekinn skóli sem hefur byggst upp í rúm 30 ár. Leiðarljósið þeirra er ,,We open doors" sem mér fannst sérstaklega góð skilaboð. Í skólanum starfa um 700 starfsmenn og halda utan um 230 börn. Þeir vinna eingöngu með atferlisþjálfun og hvert barn er með starfsmann með sér. Markmiðið er að börnin geti sinnt sér sjálf eins mikið og hægt er og með eins litlum stuðningi og hægt er. Í skólanum eru fjögur ólík kerfi auk háskólaumhverfis fyrir sérkennara.
Fyrst ber að nefna sambýli sem við fengum að heimsækja sem er starfrækt í einbýlishúsum í nágrenni við skólann. Í hverju húsi eru 6 einhverfir einstaklingar (frá 5-22 ára) og ágætlega er búið að þeim. Í sambýli búa börn sem eiga mjög erfitt með daglegar venjur og ef foreldri eða foreldrar geta ekki sinnt þörfum þeirra daglega. Kennarar eru alltaf með eitt barn sem sitt verkefni en þrír kennarar koma að hverju barni. Á daginn keyra kennarar börnin í skólann þar sem dagskóli er líka starfræktur.
Dagskólinner rekinn í skólanum sjálfum fyrir börn í sambýlisúrræðnu og fyrir börn sem eru keyrð í skólann. Skólinn er stór og er nýbúinn að fá sundlaug sem allir starfsmennirnir sannarlega stoltir af. Farið er eftir sérstakri námskrá sem stofnandi NECC vill gera opinbera fyrir alla þar sem í er að finna mjög nákvæmar aðferðir við dagleg verkefni og aðferðir við að þjálfa t.d. samskiptahæfni eða augnsamband. Í dagskólanum er líka leikskóli fyrir einhverf börn sem er rekinn samhliða leikskóla fyrir börn starfsfólks. Alltaf er einn starfsmaður með eitt barn og oft fannst manni nóg um hvað allt var kerfisbundið og skipulagt. Mikil áhersla er lögð á þjálfun og börnin eru þjálfuð í ákveðnum aðferðum eða hæfileikum mjög skipulega og veitt svo umbun fyrir. Allt er skráð mjög nákvæmlega niður og í hverjum mánuði fer yfirmaður yfir árangur og framfarir barnsins.
Heimaþjónustavar úrræði sem er í boði fyrir börn 0-3 ára. Í Massachussets eru reglurnar þannig að skólakerfið tekur við börnunum miðað við aldur en ekki þjónustu eins og heima. Þetta þýðir að Heilbrigðisráðuneytið styður öll úrræði við börn með sérþarfir frá 0-3 ára en frá 3-22 ára eru menntamálayfirvöld með mál barna með sérþarfir. Síðan tekur velferðarþjónustan við eftir 22 ára. Því er í boði þjónusta, allan daginn, fyrir einhverf börn heima. Við fengum að fara heim til eins drengs sem var greinilega búinn að ná mjög miklum árangri. Eins og við vitum er snemmtæk íhlutun eins og þessi líklegust til að ná bestum árangri. Kennarar í skólanum sögðu að það væri alltaf hægt að vinna með allan aldur en að eftir 10 ára aldur væri orðið marktækt erfiðara að vinna með einhverf börn.
Skólastofurí hefðbundnum grunnskólum (e. partner classrooms) er úrræði sem eykst hvað hraðast hjá þeim. Í þessu felst að kennarar þeirra byggja upp skólastofu í hefðbundnum skóla og vinna að því að þjálfa barnið í að vera í hefðbundnum skólastofum. Þetta er það sem kemst næst skóla án aðgreiningar sem NECC vinnur með og þeir leggja mikla áherslu á að einhverf börn þurfi svo mikið aðhald og skýran ramma að þetta sé það sem virki best í aðlögun að hefðbundnum úrræðum.
Þetta var mikill lærdómur sem við fengum en við vorum Íslendingarnir flestir sammála um að úrræðin væru heldur vélræn og söknuðum að ekki væri myndlist og tónlist notuð til að styðja við börnin. Litli strákurinn sem við Elísabet hittum heima við var að raula mjög mörg lög og hafði greinilega gaman að tónlist. Kannski saknaði maður að sjá þau ekki hlæja meira og njóta lífsins en það er erfitt að koma með svona sleggjudóma þegar aðeins er kíkt á einstaka barn í nokkra klukkutíma.
Ég er hins vegar sannfærð um að starfsfólk skólanna okkar í Reykjavík hafi lært mjög margt, hvernig væri hægt að gera hlutina eða hvernig á ekki að gera þá. Ég, Oddný og Ásta Þorleifs, hinir pólitísku fulltrúar, erum að minnsta kosti miklu vitrari eftir þessa ferð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Mikið er gaman að heyra fjallað um málefni í tengslum við borgarmálin. Það er vonandi merki um að stríðsástand undanfarinna mánaða sé á undanhaldi. Til hamingju með það...
Sigurður Viktor Úlfarsson, 6.3.2008 kl. 23:36
Konur í almannaþjónustu efna til kvennafundar laugardaginn 8. mars nk. kl. 17:00 á NASA við Austurvöll.Yfirskrift fundarins er “Skiptir máli að hafa konur í áhrifastöðum?” Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ávarpa fundinn. Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður Kennarasambands Íslands, Halldóra Friðjónsdóttir formaður BHM, Elín Björg Jónsdóttir varaformaður BSRB og Valgerður Eiríksdóttir grunnskólakennari vera með innlegg á fundinum. Allar þessar konur eru áhrifakonur. Kvennahljómsveitin Dúkkulísurnar ásamt fleiri listakonum flytja tónlist. Mætum allar okkur til gagns og gamans.
Þorgerður L Diðriksdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 14:20
Sæl Þorbjörg,
Ég er foreldri stúlku með ódæmigerða einhverfu og var einmitt að vonast til að heyra eitthvað meira um þessa fræðsluferð ykkar. Takk kærlega fyrir þessa færslu, það er frábært að fá svona gott yfirlit yfir ykkar upplifun. Ég ætla nú að leyfa mér að vera ósammála þér um að við "gerum mjög vel við börn með sérþarfir í Reykjavík". Af eigin reynslu og því sem við heyrum frá öðrum foreldrum, þá eru börnin að fá afskaplega mismunandi þjónustu, jafnvel innan sama skóla.
Nú þori ég ekki að giska á hvenær öllum börnum á einhverjurófinu býðst kennari "sem hefur eitt barn sem sitt verkefni", í dag eru sum með það og önnur ekki. Flest þessara barna eru í almennum bekkjum og ættu með góðu móti að geta fylgt bekkjarfélögum sínum í námi og þroska - hins vegar virðast mörg þessara barna hafa greinst seint og hlutu því enga eða litla sértæka þjálfun fyrir 10 ára aldur.
Þorbjörg, þú talar um að bæta við "úrræðum eða þjónustu ef þurfa þykir" - hér er hugmynd:
Að lokum, gætir þú upplýst frekar hverjir fóru í þessa ferð, eða a.m.k. frá hvaða skólum?
Kærar þakkir,
Helgi Þór
Helgi Þór (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 16:22
... þetta átti auðvitað að vera "einhverfurófinu"
Helgi Þór (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.