Laugardagur, 24. nóvember 2007
Af hverju klára þeir ekki málið?
Eina ferðina enn gerir fréttastofa Stöðvar 2 sig seka um ótrúlegan fréttaflutning í tengslum við málefni Orkuveitunnar og REI. Enn einu sinni byggja þeir fréttaflutning sinn næsta einvörðungu á bloggi frá Birni Inga Hrafnssyni og Össuri Skarphéðinssyni. Og eina ferðina enn gera þeir það án þess að spyrja nokkurra gagnrýnna spurninga, skoða helstu staðreyndir málsins eða fá andstæð sjónarmið frá þeim sem um er fjallað. Spyr sig enginn um tengsl fréttastjóra og Björns lengur?
Í nýjustu færslum Össurar og Björns Inga er því haldið fram að við sjálfstæðismenn í borgarstjórn höfum skipt um skoðun í stóra REI málinu. Því fer auðvitað víðs fjarri. Við höfum alltaf verið þeirrar skoðunar að OR eigi ekki að vera á kafi í áhættufjárfestingum, en höfum ekki lagst gegn því að OR væri stuðningsaðili við útrás án þess að í því fælist áhætta með opinbert fé. Við sex vorum þau einu sem mótmæltum búningi málsins og spillingunni sem í því fólst. Þetta vita þeir báðir, en kjósa að snúa málinu á hvolf þegar aðalfréttin ætti auðvitað að vera um 180° viðsnúning þeirra beggja í málinu. Skoðum viðsnúninginn aðeins.
Í fyrsta lagi sleit Björn Ingi meirihluta til að tryggja þennan mikla samruna og í öðru lagi studdi Samfylkingin, með öflugum stuðningi iðnaðarráðherra, þennan sama samruna. Stærsta spurningin er því hvers vegna það hefur breyst og hvers vegna flokkar sem nú eru báðir við völd í Reykjavík, þ.e. Samfylking og Framsóknarflokkur, eru ekki að klára samrunann nú þegar þeir hafa til þess tækifæri? Björn Ingi setti okkur í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna afarkosti í þessu máli, afarkosti sem við gátum ekki gengið að vegna þeirra veiku forsendna sem og undarlegu hagsmuna sem réðu hans för í þessu máli.
Nú er Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar ekki lengur með Birni Inga í meirihluta og ættum þess vegna ekki að vera að þvælast fyrir honum í málinu. Því er eðlilegt að spyrja, hvað hefur breyst í hans afstöðu? Og fulltrúar iðnaðarráðherrans, fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarstjórn, eru ekki lengur í valdalausum minnihluta í Reykjavík. Öðru nær, þá er Samfylkingin í oddvitahlutverki í Reykjavík og því nær að spyrja hvers vegna iðnaðarráðherrann lætur ekki af næturbloggi sínu um sjálfstæðismenn og ræðir bara við samflokksmenn sína í borgarstjórn og tryggir að þeir klári málið með þeim hætti sem hann telur að sé borgarbúum og landsmönnum til heilla?
Dagur B. Eggertsson vill fara í útrás og hefur að auki sagst vilja vinna með Geysi Green Energy. Björn Ingi vill það augljóslega líka. Hvers vegna klára þeir ekki málið, eru þeir ekki með meirihluta í nýja meirihlutanum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Facebook
Spurt er
Ertu mótfallin/n samræmdum prófum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
þetta er punktur.. með B.I.H og fréttastjóra stöðvar 2.
Þóra Tómas (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 16:07
Þetta sýnir ósköp einfaldlega það að þessum meirihluta var ekki rift vegna REI málsins. Ég tel að jafnvel gæti verið um hefnd að ræða af hálfu Framsóknarmanna vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn kaus að endurnýja ekki ríkisstjórn sterks Sjálfstæðisflokks og nánast fylgislauss Framsóknarflokks.
Björn Ingi Hrafnsson er spilltur og siðlaus pólitíkus sem að sá fram á það að hans pólitíska ferli lyki, kæmi hann ekki sökinni yfir á einhverja aðra, sem að í þessu tilfelli voruð þið borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins.
Ég vona það að þið fáið hreinan meirihluta í næstu kosningum, og þurfið því ekki að starfa með eins ótraustu fólki og raun ber vitni.
Ég vil því enn og aftur lýsa yfir fullum stuðningi við ykkur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og ákvörðun ykkar í þessu máli.
Auðbergur D. Gíslason
14 ára Sjálfstæðismaður
Auðbergur Daníel Gíslason, 24.11.2007 kl. 16:33
Sjálfstæðisflokkurinn kon alltof illa út úr þessu máli. Efni stóðu ekki til að splundra meirihlutanum, þar sém ég nú veit að xD stóið ekki að baki Villa í þessu máli!..ég ætti sjálfsagt að fagna sem kvennalistakona í VG en geri það ekki. Þetta var sorgarmál og sökudólgarnir Villi og Bingó! Vonadni gengur betur næst....veit að ég á ekki að segja þetta ...en Ísland er svo RÍKT að eiga sjálfstæðinsflokkinn.!!! Og ég væri þar manna fyrst þegar flokkurinn uppgötvar auðlindir kvenna og jafnvel innflytjenda!...
good luck
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.11.2007 kl. 18:36
Hver er fréttastjóri stöðvar 2? Er það ekki Denni ala f.v. aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar?
Össur og Björn Ingi hafa verið í "leyni" aðdáendabandalagi við hvorn annann um nokkurra missera skeið! Pétur "eyjupenni" er milligöngumaður og Egill "Silfur" lætur nota sig ! Það er nú bara sisvona!
En Þorbjörg, þið sjálfstæðismenn mynduð vinna þjóðþrifaverk, ef þið segðuð frá öllum ykkar samskiptum við Björn Inga! Framsóknarflokkurinn er í vandræðum með gaurinn og guð hjálpi þjóðinni ef hún þarf að fá þennan mann til langdvala í stjórnmálum!
kv. Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 23:26
Það var Framsóknarflokkurinn en ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem sleit ríkisstjórnarsamstarfinu. Mér finnst að það skipti máli í þeirri umræðu.
Sexmenningaklikan sem þú tilheyrir ef ekki stýrir, rak siðferðisrýtinginn í bakið á Villa. Mikið hlýtur hann að vera spilltari en þið. Hefur ykkur ekki dottið í hug að reka hann úr flokknum ?
Ég sá ekki betur en að það væri Gísli Marteinn sem tilkynnti um að REI yrði selt strax. Voru það úrslitakostirnir sem Björn Ingi setti ykkur ?
Ég set þetta inní ritskoðunarmaskínuna hjá þér þó ég búist ekki við að þú birtir þetta.
Halldór Jónsson, 25.11.2007 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.