Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Markaðsumhverfi Filippseyja
,,Útrásarorðið er slíkt töframerki að jafnvel þegar menn virðast gera innrás í opinber fyrirtæki almennings, þá er innrásin kölluð útrás."
Davíð Oddsson seðlabankastjóri
á fundi Viðskiptaráðs 6. nóvember 2007.
Útrás Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sem er að fullu í eigu sveitarfélaga hefur á undanförnum árum einkennst af kynningarstarfsemi á verkefnum okkar í jarðhitavirkjun, sala á ráðgjöf og stuðningur við verkefni sem að hafa verið skilgreind sem þróunarverkefni. Félögin sem hafa staðið í þessari útrás OR (Enexog fleiri) hafa enn sem komið er ekki skilað OR neinum arði. Verkefni hafa verið í El Salvador (þar sem m.a. morð var framið á starfsmanni Enex), hönnunarvinna á virkjun í Þýskalandi, aðkoma að verkefni í USA (óljóst hversu mikill þáttur Enex er þar), rannsóknarverkefni í Ungverjalandi, verkefni í Kína til að byggja upp jarðvarmahitakerfi í Xianyang og ýmsar þarfagreiningar fyrir fleiri aðila.
Nú eru allir sammála um að umfang þessarar þjónustu gæti aukist verulega enda búið að marka ákveðin spor í kynningu á þekkingu og umhverfisvænum orkugjöfum landsins. Hins vegar er að mínu mati alveg ljóst að næsta skref í að selja þjónustu með það að markmiði að hagnast vel á henni er að fara í fjárfestingar á orkuverum, breyta þeim í grænni og betri orkuver, stækka þau og selja aftur. Þannig yfirfærist þekking okkar á arðbærastan hátt. Þetta er til dæmis það sem félagið Geysir Green Energy ætlar að gera til að verða arðbært fyrir hluthafa.
Það þarf hins vegar að huga vel að því hvar er fjárfest. Við viljum síður vera þátttakendur í verkefnum sem erfitt er að verja pólitískt og alls ekki að lenda í umhverfi eins og Enex lenti í í El Salvador. Filippseyjar eru vafasamar að mínu mati og ég hef áhyggjur af þessum fjárfestingum. Við þekkjum öll sögurnar af spillingarmálum fyrrum forseta Filippseyja, Joseph Estrada og nýlegri náðun hans af hendi núverandi forseta Arroyo. Til viðbótar má geta þess að í úttekt Transparency International á spillingu þjóða voru Filippseyjar númer 131 af 180 löndum, samhliða Íran, Líbýu og Nepal.
Íslenska tilboðið það hæsta í filippseyska orkufyrirtækið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Við þekkjum líka innrásir í íslensk fyrirtæki svo sem byggingavöruverslanir o.fl.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.11.2007 kl. 16:53
Nú þykir mér Davíðinn vera farinn að kasta steinum úr glerhúsinu við Sæbrautina! Hann hefur nú átt sína spretti í sértækum aðgerðum gegn fyrirtækjum sem voru honum ekki þóknanleg.
Hvað stjórnmálaástandið á Filippseyjum áhrærir þá héldu allir að það yrði vandamál útrásarinnar. Það reyndist hins vegar óþarfi að sækja vatnið yfir lækinn.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 21.11.2007 kl. 23:28
ÞAð er því mikilvægt, að þið standið vel í ístæðinu gegn einhverskonar skiptum á hlutabréfum í GGE og REI. ÞAð er ekkert annað en hlægilegt, að fulltrúar, sem fóru mikinn gegn þessu í tíð fyrri meirihluta, láti svonalagað við gangast bar af því að nú eru þau komin í stjórnaraðstöðu.
Menn munu fylgjast mjög vel með og kjósendur munu HEIMTA skýringar á breyttri skoðun sinna fulltrúa.
Hér er beittasta vopnið háð í garð þeirra sem meðst tóku uppí sig í þessu SAMA máli áður.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 22.11.2007 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.