Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Launin þurfa að fara á dagskrá
Ég var með erindi í morgun á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga um starfsmannamál á þenslutímum. Erindið er hér í viðhengi en í raun eru svona glærur aldrei neitt sérstaklega góðar fyrir áhugasama til að setja umræðuna í samhengi.
Ég sagði frá stöðunni í borginni og vakti oftar en einu sinni athygli á því að það yrði að vera hægt að semja út frá sérstöðu sveitafélaga. Við erum í þeirri stöðu í Reykjavíkurborg að við getum ekki greitt samkeppnishæf laun og nú ætla ég ekki að miða við einhverjar stéttir aðrar en kennara heldur benda á að leiguverð á íbúð um 100.000 kr. á mánuði í borginni. Þessi leiga hækkar mjög hratt enda er leigumarkaðurinn ekki kominn í jafnvægi miðað við fasteignamarkaðshækkanir undanfarin ár. Útborguð laun starfsfólk í leikskóla eru á bilinu 100-180.000 kr.
Til viðbótar þessu fór ég yfir að samgöngukostnaður í borginni er orðinn mikill. Við eigum í erfiðleikum með að manna skóla og stofnanir sem eru í útjaðri borgarinnar og ég tel án þess að hafa fyrir því tölfræði að það sé að hluta til vegna fjarlægða milli staða í borginni og þess tíma sem það tekur að ferðast á hverjum degi. Ég setti hér inn færslu fyrir nokkru síðan sem reifaði hugmyndir tengt þessu. Höfuðborgarsvæðið verður að geta mætt þessum eðlilega kostnaði sem hlýst af því að búa í borg. Alls staðar erlendis er þetta raunin, börnum fækkar í borgum og skólastarf eflist í úthverfum á kostnað þéttbýlisins - oftast þar sem ekki er hægt að greiða kennurum hærri laun fyrir mismunandi aðstæður.
Að lokum ræddi ég komandi kjarasamninga. Ég tel mjög mikilvægt að kynnt verði fyrsta skref, kannski af mörgum til lengri tíma, að hæfnismati kennara. Kennarar hljóta að vera tilbúnir í þessa vinnu þegar þeir sjá aftur og aftur nýja og ferska starfsmenn gefast upp eða óhæfa starfsmenn hækka í launum. Það getur ekki verið hollt árið 2007 að vera með samninga þar sem orðin hæfni, mat og gæði koma ekki fyrir.
Ég vona að sveitastjórnarmenn taki þessa umræðu lengra og setji skýrar línur um hvernig þeir ætli að láta launastefnu endurspegla aukin gæði fyrir foreldra, börn og samfélagið allt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Mjög margt athyglisvert og gott í þessu innleggi Þorbjörg. Þú tilpplar á viðkvæmu efni eins og hæfni, mat og gæði. Eins má taka upp umræðuna góður starfsmaður-góður kennari. Kjarninn er að þetta er ansi erfitt að setja hagmælistiku á þessi hugtök og sérlega á höfuðborgarsvæðinu þar sem vöntun er á leik- og grunnskólakennurum. En haltu þarna áfram og það þarf pólitískt hugrekki að gera það.
Ábending aftur úr reynsluöldum: Það þarf sérlega að byrja formlegar viðræður við grunnskólakennara núna svo gömul og slæm saga endurtaki sig ekki. Ég tel reyndar lykilinn vera riftun á fótakefli LN samb.ísl.sv.félaga. Hér á ég við það samkomulag sem sveitarfélögin undirgangast með sameiginlegri launastefnu gagnvart grunnskólakennurum. Steinunn Valdís gat á sínum tíma rofið gatið gagnvart leikskólakennurum vegna þess að samkomulagið nær einungis til grunnskólans.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 21:33
Sæl Þorbjörg.
Þú talar um að það gangi erfiðlega að manna stöður í skólum í útjaðri borgarinnar, það hefur ekkert með samgöngur að gera. Það er fyrst og fremst lág laun. Laun t.d. stuðningsfulltrúa sem er 45 ára, starfsaldur 15 ár og hefur lokið 2 ára námi í Borgarholtsskóla þá eru útborguð laun rétt um 150.000 kr.
Steinunn Þórisdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.