Sunnudagur, 4. nóvember 2007
Össur í nammilandi
Össur minnti mig á eitt barnið í myndinni um Kalla og súkkulaðiverksmiðjuna í dag í Silfrinu. Verður maður ekki að krefjast þess af ráðherrum að þeir séu yfirvegaðir og varfærnir þegar þeir tala um milljarða fé skattgreiðenda? Að slengja því fram fullyrðingum eins og að Íslendingar eigi eftir að fjárfesta um 2000 milljarða á næstu árum í orkuiðnaði erlendis eins og þetta sé bara allt á hálfvirði og gefa í skyn að engin áhætta sé fólgin í fjárfestingum af þessu tagi er í besta falli óábyrgt. Öll fjárfesting er áhætta og þessi bransi er mjög áhættusamur. Össur talaði líka mjög óskýrt um hvort hann liti á þessi verkefni sem þróunaraðstoð eða sem hagnaðarvon.
Mér finnst líka áhugavert að heyra Össur gagnrýna félaga mína, Kjartan Magnússon og Júlíus Vífil, í stjórn OR og segja þá skipta um skoðun þegar þeir sátu hjá við ákvörðun um stuðning OR við 15 milljarða króna fjárfestingar á Filipseyjum. Hann er upptekinn af þessu, svo upptekinn að hlýtur að missa svefn yfir skoðanaskiptum Samfylkingarinnar í stóra REI málinu. Fulltrúar Samfylkingarinnar voru nefnilega sammála samruna og 20 ára samningi fyrst en svo ógilti fulltrúi þeirra samrunann í stjórn OR á föstudaginn. Sinnaskipti, hugmyndafræðileg breyting eða afleiðingar meirihlutasamstarfs við þrjá aðra flokka?
Rifjum upp setningar úr grein Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og Sigrúnar E. Smáradóttur sem tekur við formennsku í stjórn OR fljótlega ( önnur greinin birtist 7. október sl. og hin 9. október).:
,, ... samruni REI og GGE getur þrátt fyrir allt verið skref í rétta átt í útrás íslenskra orkufyrirtækja. Ekki leikur vafi á því að sameinað fyrirtæki stendur sterkar að vígi í verkefnum sínum erlendis en fyrirtækin sitt í hvoru lagi. "
,,...ánægjulegt við þennan samrunasamning er að viðskiptavild og orðspor Orkuveitu Reykjavíkur er metið í samningnum á 10 milljarða. Þessir 10 milljarðar eru þannig metnir til viðbótar við framlag OR í peningum og efnislegum eignum, meðan aðrir eignast sinn eignarhlut í félaginu með því að leggja eignir og peninga inn í félagið. Í samningnum um samrunann er Orkuveita Reykjavíkur því að njóta þeirrar þekkingar og reynslu sem orðið hefur til í fyrirtækinu og íslenska orkuútrásin byggist á.
,,...með þessu er ég ekki að segja að OR eigi að vera í útrásarverkefnum til framtíðar, einungis að velja þurfi tímasetninguna til að selja tugmilljarða hlut Orkuveitunnar í REI útfrá öðrum þáttum en innanflokksátökum í Sjálfstæðisflokknum."
1. nóvember samþykktu fulltrúar Samfylkingarinnar að ógilda samrunann. Samt voru þau sammála samrunanum, sammála útrás OR og sammála 20 ára samningnum.
Hvað finnst Össuri um þessi sinnaskipti ef hann agnúast yfir hjásetu við 15 milljarða króna fjárfestingar á Filipseyjum (þar sem ríkir mjög óstabílt stjórnar og efnahagsástand)?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.11.2007 kl. 18:58 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Góðar ábendingar hjá þér Þorbjörg. Þetta er skammarlegt hvernig Dagur B. og félagar hans höndla þetta mál. Það má kasta öllum reglum og prinsippum, einungis til að halda völdum
Kári Kjartansson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 20:55
Verð að segja að mig undrar hversu Samfylkingarmenn eru almennt öruggir með sig í viðtölum - eins og þeir séu vissir um að þeir séu komnir til að vera.........hmmm.......
Ása (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 20:59
Ég stórefast um að stjórnmálaástandið í Manilla hafi náð því að hafa tærnar þar sem Reykjavík hefur haft hælana í óstyrku stjórnmálaástandi undanfarnar vikur. Alla vega hefur ekkert breyst í þeim orkuverkefnum sem við erum að skoða á Filipseyjum en hérna hafa ákvarðanir sem teknar voru af pólitíkusum fyrir mánuði síðan verið blásnar af, tekin u-beygja frá ályktun Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum 2007 um aðild einkaaðila að útrás orkufyrirtækjanna svo fátt eitt megi nefna. Stjórnmálalega áhættan í orkuútrásinni hefur því komið úr óvæntri átt og hefur ekkert með útlönd að gera.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 5.11.2007 kl. 22:03
Veistu hver sendi skilaboðin um "til í allt án Villa " ? Eða sá Björn Ingi skakkt ?
Það er ekki nóg fyrir ykkur borgarfulltrúana að hakka bara á Össuri og andstæðingunum vegna REI málsins. Við venjulegir flokksmenn eigum eftir að fá viðunandi skýringar á framferði ykkar, sem leiddu til þessarrar skelfilegu niðurstöðu í Reykjavík. Ég óttast að kjósendur árið 2010 verði ekki búnir að gleyma þessu og að löng eyðimerkurganga bíði flokksins okkar,- með eða án ykkar.
En þú þaft ekki að svara þessu frekar en þú vilt.
Halldór Jónsson, 6.11.2007 kl. 12:06
eru athugasemdir ritskoðaðar á þinni síðu ?
Halldór Jónsson, 6.11.2007 kl. 12:08
Ég vona Halldór að þú trúir þínum flokksmönnum fremur en Birni í þessu máli. Það voru send mörg skilaboð úr Höfða þegar við vissum að við værum búin að missa meirihlutann og mörg tvíræð en ekkert með setningum á borð við ,,án Villa". Athugaðu þó að engin þreifing átti sér stað fyrr en á þessum tímapunkti, meira að segja vorum við óvart á bar með VG fólki kvöldið áður og ræddum ekkert þessi mál þar.
Framferði okkar er aðeins skýrt með því að við vorum að fylgja sannfæringu okkar, sannfæringu um að þetta mál væri skítugt og illa framkvæmt. Það er ekkert mál að skamma mig 2010, ég veit að ég ákvað allt út frá minni sannfæringu um að hlutirnir væru á rangri leið og ég tel að ógilding samrunans hafi staðfest að sannfæring mín var rétt.
Já, ég ritskoða því ég er að fá færslur frá sömu einstaklingunum undir ólíkum nöfnum. Mér finnst lágmark á síðu sem þessari að fólk komi hreint fram og berir sitt eigið nafn. Mér skilst að vísu að ég geti illa spornað við þessu tæknilega auk þess sem mér finnst ömurlegt að samþykkja allar færslur. Ég ætla að sjá hvernig þetta fer.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, 6.11.2007 kl. 12:21
Sæl og blessuð! Össur er á góðum skriði þessa dagana eins og orkugeirinn allur. Hver er þín skoðun á því að Landsvirkjun sé orðin hluthafi í Geysi Green og varð það þegar ætlunin var að GGE rynni saman við REI? Var hlutur Rvkborgar í LV ekki seldur vegna fyrirsjáanlegrar samkeppni OR og LV? Er LV ekki í eigu ríkisins, ríkisstjórnin undir forsæti Sjálfstæðisflokks og forstjóri LV góður og gegn flokksmaður? Sjá: http://pallheha.blog.is/blog/pallheha/
Páll Helgi Hannesson, 6.11.2007 kl. 17:45
Sæl og blessuð! Einn af þeim þáttum sem merkilegir eru í OR/REI/GGE málinu en hefur hlotið litla umfjöllun, er sala Landsvirkjunar á hlut sínum í Enex til GGE, sem greiðist að hluta til með hlutabréfum í GGE þannig að Landsvirkjun er orðinn hluthafi í GGE! Hvað finnst þér um það? :-) sjá : http://pallheha.blog.is/blog/pallheha/
Páll Helgi Hannesson, 6.11.2007 kl. 17:49
Takk fyrir þetta Þorbjörg, ég gleypi nú ekki Björn Inga hráan frekar en aðra framsóknarmenn. En það vantar á að ég gleypi ykkur hrá eða sætti mig við ykkar framferði .
Ef málið var skítugt, varð þá Villi skítugur af því að veltast svona með Bjarna Ármanns og þessum óviðjafnanlegu og gáfuðu krúnuembættismönnum uppi í OR ?
Ég veit ekki hvaða einkunn þið fáið fyrir það bað sem þið samflokksmennirnir settuð hann Villa í fyrir opnum tjöldum . Ég heyrði ekki betur en að það væri Gísli Marteinn sem sagði ; Við seljum REI starx,- alveg án þess að tala við samstarfsaðilann Björn Inga. Svona gera menn ekki .
En nú ætlar Svandís ætlar í útrásina með REI um leið og hún er á móti einkaaðilum í orkulindunum. Þvílík stefnufesta hjá þvílíkum leiðtoga !. Heldur hún að hún sé þá á leiðinni að verða borgarstjóri ? Sumir segja fyrir áramót ef þið og Guð lofið .
Þá gæti einhver tautað ; Dagur míns heims varð helsvört nótt, hann hvarf eins og stjarnan í morgunbjarma....
Halldór Jónsson, 6.11.2007 kl. 23:37
Þú ritskoðar ! Þorirðu ekki að svara skeytum frá mér ?
Halldór Jónsson, 10.11.2007 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.