Laugardagur, 20. október 2007
Nýjar útfærslur
Það er nú ekki nema rétt rúm vika síðan að áhugasamir Fossvogsbúar áttu viðtal hjá fyrrverandi borgarstjóra, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, um þetta mál. Þessir nágrannar mínir eru með mjög skemmtilegar hugmyndir um laug í dalinn og nokkrar nýstárlegar útfærslur. Ég fagna því að þetta mál fari á hreyfingu hjá nýjum borgarstjóra enda teljum við Fossvogsbúar að dalurinn verði enn eftirsóttara útivistarsvæði ef laug kemur hingað. Fossvogsskóla sárlega skortir laug til að kenna í en börnin eru að fara í rútum eftir skólatíma í Breiðholtslaug.
Ég verð samt að segja að mér finnst nýr meirihluti ekki mikið vera að horfa til þess að borgarsjóður stendur höllum fæti. Að mínu mati eru laugar ekki forgangsverkefni þó ég styðji málið. Við tókum við borgarsjóði í 7 milljarða króna halla eftir kosningar og tókum ærlega til hendinni. Áætlanir voru um að gatið yrði 4 milljarðar um næstu áramót en stefndi í 1 milljarð. Þessi lína heyrist ekki hjá hinum nýja meirihluta, þ.e. að spara eigi í rekstri og ná niður skuldahalanum.
Sundlaug í Fossvog | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:30 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Tekin!
Auddi (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 02:12
Það er gott að heyra að þú skulir taka undir það að sundlaug verði byggð í Fossvogi . Sigurður Geirdal sá ágæti framsóknarmaður og Bæjarstjóri í kópavogi barðist fyrir þessu síðasta kjörtímabilið sitt , sem hann lifði
sæmundur (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 11:08
Voðalega liggur mönnum á! Þar sem ég bjó í Danmörku var aðal sundlauginni í austurbæ Kaupmannahafnar lokað vegna skorts á viðhaldi. Það var ekki til peningur í fjárlögum til að laga hana, og hún var lokuð í fjögur ár þar til ný fjárlög höfðu verið samþykkt þar sem gert var ráð fyrir viðgerðum á henni.
Þessi eina laug átti að sinna sundþörf fjórðungs Kaupmannahafnarbúa. Ég er hræddur um að Reykvíkingar hefðu ekki sætt sig við þennan seinagang.
Mér finnst ekki merkilegt þótt einhver tími líði frá því einhver fær hugmynd að nýrri laug þangað til hún stendur tilbúin. Sjö ár eru eðlilegur tími, myndi ég segja.
Kári Harðarson, 21.10.2007 kl. 11:19
Afhverju er það betra að búa í eftirsóttu umhverfi? Ég vil bara hafa fossvoginn eins og hann hefur alltaf verið s.s fullan af krökkum og lífi. Ríka fólkið er byrjað að flytja hingað í hollum og sumir ganga það langt að rífa niður hús og byggja ný í staðinn. Það er þróun í vitlausa átt.
Uppalinn Fossvogsbúi (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 15:40
Umræða um sundlaug í Fossvoginn er ekki ný á nálinni,Guðmundur Jónsson sem var formaður Hverfafélags Bústaðar,Fossvogs og Smáíbúðahverfis til margra ára var margbúinn að tala um þetta við yfirvöld í mörg ár,siða eru tveir formenn búnir að vera síðan Guðmundur hætti og hafa þeir haldið baráttunni áfram.Mér finnst þetta hálf súrt að nýr meirihluti tekur málið upp eins og þeir hefðu fundið upp hjólið.
María Anna P Kristjánsdóttir, 21.10.2007 kl. 16:41
Gott að þú skulir vera farin að ræða um málefni en ekki bara gráta það sem liðið er. Það var kominn tími til.
Er líka sammála þér, þetta er góð hugmynd en ef allar vikur nýja meirihlutans verða jafn dýrar og sú fyrsta þá held ég að það geti orðið hart í búi hjá Reykvíkingum þegar líða tekur á.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 21.10.2007 kl. 17:54
Það er verið að byggja fyrir neðan Sléttuveginn, þar ætti sundlaugin að vera !
Jón (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.