Sunnudagur, 14. október 2007
Betri í dag en í gær
Það þýðir samt ekki að ég hafi jafnað mig á þessum jarðskjálfta sem reið yfir þessa síðustu viku.
Mér finnst alveg ömurlegt að þurfa að víkja frá verkefnunum sem voru á góðri leið að verða að veruleika. Ég hlakkaði til að kynna fyrir borgarbúum hugmyndirnar okkar um yngri barna deildir og samninga við dagforeldra. Ég hlakkaði til að innleiða milljón litlar hugmyndir um Strætó. Ég hlakkaði til að skipuleggja kaffihús í Hljómskálagarðinum. Og fleira og fleira. Ég er að sama skapi glöð yfir að hafa komið í gegn mörgum hlutum þrátt fyrir stuttan tíma.
Nú hefst eitthvað nýtt. Ég hef ekki verið í minnihluta og ég læri án vafa fullt á þeirri reynslu. Ég vil hérna þakka starfsfólki Reykjavíkurborgar fyrir að starfa með mér af heilindum og þola lætin og óþolinmæðina í okkur í Sjálfstæðisflokknum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Mæli heldur með leshring hjá SUS:
1. bók: Prinsinn eftir Machiavelli. Gagnlegar athugarnir á pólitík og iðkun hennar.
2. bók: Frank og Jói á Íslandi. Grunnkúrs í glæpum og jarðhita.
3. bók: Æfisaga Steingríms Steinþórssonar. Endanleg greinargerð fyrir hugsunarhætti Framsóknarmanna.
4. bók: Nancy Drew. Til að minna á að Framsóknarmenn eru til þótt Nancy hafi ekki tekist á við þá.
Bjössi á Breiðholtsbrautinni (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 08:58
Heldur þú að þú sért "við lesendur", Baldur?. Það er alger misskilningur, það er ég.
Við lesendur óskum þér alls hins besta Tobba, það verður örugglega upplifun að vera í stjórnarandstöðu, og það er fullt af verðugum verkefnum sem eru hafin yfir "prinsipp flokkanna" og hægt er að ná samstöðu um.
Kveðja, Kári
Kári Harðarson, 14.10.2007 kl. 10:19
Baldur minn, hættu bara að lesa bloggið hjá ef þú þolir þetta svona illa.
Ég skil þig svo vel, það er örugglega ömurlegt að fá ekki að fylgja öllum þeim góðu verkefnum sem þið voruð að vinna að í þágu borgarbúa. Það er þó fyrirsjáanlegt í kosningum að svo geti farið, en atburðarrás síðustu daga var hrein martröð.
Baráttukveðjur úr Mosfellsbænum.
Herdís Sigurjónsdóttir, 14.10.2007 kl. 10:45
Sæl Þorbjörg.
Eg gat ekki sett athugasemd við grein þína Orkuveitan í raun sel, og nota því tækifæri til að skrifa hér.
Eg get tekið undir nánast allt sem þú segir í grein þínn, og virði við þig að geta skipt um skoðun í ljósi upplýstari umræðu. Framganga ykkar borgarstj. fulltúa sjálfsæðisfl. birtist mér, eins og um væri að ræða valdabrölt í ykkar hópi, og einhverjir að skara eld að sinni köku, og ég álít að þú og fl. hafi orðið fórnarlömb þessarar óeiningar, sem virðist nokkuð djúpstæð í Sjálfstfl.
kv. h.
haraldurhar, 14.10.2007 kl. 18:14
Ég á litla telpu á leikskóla hérna í borginni og mér finnst mikil eftirsjá af þér og þeim hugmyndum sem þú varst að byrja að kynna í þessum málum. Vonandi nærðu að vinna að þeim að einhveru leyti í minnihluta og ég sem kjósandi vona svo sannarlega að þú verðir á lista Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum.
Óska þér alls hins besta
Harpa
Harpa (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.