Sunnudagur, 14. október 2007
Orkuveitan er í raun seld!
- OR afsalar til REI öllum erlendum verkefnum sem OR vinnur að í dag og öllum erlendum verkefnum sem OR mun hugsanlega vinna að næstu 20 árin.
- Í gegnum "Services Agreement" er búið að tryggja REI fullkomið aðgengi að starfsmönnum Orkuveitunnar. Þetta "aðgengi" felur í sér að OR afsalar sér með einkarétti til REI allri þjónustu sérfræðinga OR á sviði háhitatækni, kerfis- og rekstrarsérfræðiþekkingu, áætlanagerðar, fjármálasérþekkingar, markaðsþekkingu o.s.frv. Þetta tekur til REI og allra félaga sem REI fjárfestir í í háhitatækni utan Íslands næstu 20 árin.
- OR lofar aðgengi að eftirfarandi þekkingu sem OR býr yfir eða kann að komast yfir næstu 20 árin á sviði háhitatækni: know-how, "aðferðir", viðskiptaferla, uppfinningar með eða án einkaleyfa, höfundaréttir, hönnun, einkaleyfi, vörumerki, og allar aðrar óáþreifanlegar eignir sem OR mun finna upp eða kaupa næstu 20 árin.
- REI hefur ótakmarkaðan aðgang að starfsmönnum OR.
- Svæðið sem samningurinn tekur til er heimurinn allur utan Íslands.
- REI þarf að láta vita með 3 mánaða fyrirvara hvaða þjónustu þeir þarfnast frá OR. OR þarf að verða við því.
- OR skaffar stjórnarmann fyrir REI ef REI óskar þess (en annars ekki).
- Samningurinn er óuppsegjanlegur.
- REI má nota orðin "Orkuveita Reykjavíkur" og "Reykjavík Energy" að vild.
Ég vona að það fari ekki að berast fleiri upplýsingar um svona ,,aukaatriði" í samningnum sem skipta öllu máli í samrunanum. Nóg er um að framsóknarmenn sigli undir fölsku flaggi í þessum samruna. Ég geri ekki upp á milli fjárfesta en mér líkar afar illa þegar einstakir fjárfestar (í þessu tilfelli Kristinn Hallgrímsson, Helgi S. Guðmundssonog Finnur Ingólfsson) reyna að fela aðkomu sína með óþekktum félaganöfnum (Þeta, Landvar). Og að Björn Ingi skuli neita því að hann vissi af þeim þarna er náttúrulega með ólíkindum. Það hljóta allir að sjá að hann gengur erinda þessara manna og mögulega fleiri manna í þessum samruna.
Nú reynir á Svandísi og Vinstri græna. Kyngja þau öllum þessum ósköpum og endurtaka eigendafundinn eins og Björn Ingi krafðist af Sjálfstæðisflokknum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:33 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Vrður lagt til að þeir embættismenn sem sátu á svikráðum við okkur borgarbúa verði látnir taka pokann sinn?
Mun D-listinn hafa frumkvæði að því?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.10.2007 kl. 19:40
Sæl
Spurning hvort það sé skítalykt af þessu hérna líka?
Geysir Green Energy (GGE) og Landsvirkjun hafa undirritað samkomulag um kaup þess fyrrnefnda á 24,35% hlut Landsvirkjunar í Enex.
Bobotov , 14.10.2007 kl. 21:40
Bloggvin þinn Binga á að reka fyrir brot í opinberu starfi. Hann hefur með aðkomu sinni stórskaðað Reykjavíkurborg og flótti hans í nýjan meirihluta eru bara klókindi af hans hálfu. Hann hvítþvær sig ekki þó valdagráðug og einföld Dagur, Svandís og Margrét fyrirgefi honum. Þau vita hreint ekkert hvað þau voru að taka inn á sig. Gerspilltan eiginhagsmunapólitíkus.
Það er næg sönnun fyrir mig að vita að kosningastjóri hans hafi verið á lista yfir þá sem áttu að fá kaupréttarsamninga. Einnig virðist vera að koma í ljós að hann hafi jafnvel ætlað sér eitthvað sjálfur.
Launaðir stjórnarmenn Orkuveitunnar eru greinilega bara statistar þarna og það á að reka alla þá sem komu að þessu máli og þar með eru taldir Guðmundur Þóroddsson og Hjörleifur Kvaran sem hafa sem starfsmenn almenningsfyrirtækis lagt ráðin á þennan þjófnað.
Bjarni Ármannsson má sökum græðgi sinnar, skammast sín! Bjarni er holdgervingur þess að eigingirnin getur verið með slétt, fellt, huggulegt og vel talandi útlit. Það gerir þá ekkert betri, þeir dyljast bara betur og lengur!
Haukur Nikulásson, 15.10.2007 kl. 00:07
Mér þykir þú aldeilis segja fréttir:
Sjálfstæðisflokkurinn, nýbúinn að endurtaka loforð sitt frá kosningabaráttunni um að Orkuveitan verði ekki einkavædd, lætur selja hana einkaaðilum.
Hvernig gátuð þið látið þetta gerast! Þið getið auðvitað skýlt ykkur á bak við embættismenn og einsmannsflokkinn, borið við fáfræði en hvað segir það um ykkur sem stjórnmálamenn.
Hvenær ætlið þið að rétta upp hendina og segja "my bad". Viðurkenna það fyrir Reykvíkingum að þið hafið algjörlega sem sem flokkur brugðist í þessu máli og ekki tryggt hag borgarbúa.
Sjálfstæðisflokkurinn ætti að koma hreint fram, viðurkenna að fráfarandi meirihluti hafi brugðist borgarbúum og gefa það út að tveir fulltrúar ykkar muni skila auðu það sem eftir er kjörtímabilsins svo að minnihlutinn geti tekið við, án Framsóknarflokksins. (Enda er minnihlutinn líka með meirihluta atkvæða á bak við sig)
Þannig gæti Sjálfstæðisflokkurinn sýnt raunverulega ábyrgð ekki aðeins með því að afsala sér sjálfum völdum heldur líka nýja óvininum, sem þeir telja að beri mesta sök á málinu.
Þannig hefðuð þið líka möguleika á að koma sterk inn á næsta kjörtímabili sem "ábyrga stjórnmálaaflið".
Ingólfur, 15.10.2007 kl. 11:41
Athyglisverð yfirferð. Einkennilegur samningur sem ég er ekki viss um að standist. Hann var þó lagður fram á stjórnarfundi og samþykktur af stjórn OR.
Tobba, má ég benda þér á að það var Sjálfstæðisflokkurinn en ekki Framsókn sem leiddi stjórn OR þegar allir þessir samningar voru gerðir. Það er því umræða á afar lágu plani þegar þú hraunar yfir Binga en tekur ekki á þig neitt af skömminni. Hafir þú ekki haft neinar upplýsingar svo mánuðum skiptir og ekki gert neitt í því eykur það frekar á ábyrgð þína en hitt.
Þess utan má geta að miðað við 40% fylgi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu og hærra fylgi hans innan raða atvinnurekenda þá má leiða getum að því að hlutfall Sjálfstæðismanna í hluthafahópi REI sé verulega hærra en þessi örfáu prómill sem Finnur Ingólfsson og félagar eiga.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 15.10.2007 kl. 16:49
Finnst ykkur sjálfstæðismönnum þetta boðlegur málflutningur Þorbjörg Helga?
Tekur borgarstjórnarmeirihluti og borgarstjóri enga ábyrgð á ráðstöfun eigna okkar borgarbúa?
Mér finnst rétt að senda ykkur í "meðferð."
Árni Gunnarsson, 15.10.2007 kl. 18:28
Þorbjörg mín - mig langar nú bara að benda á þessa grein (sjá link neðar ) þar sem endurtekin pólitísk spilling í Framsókn gegnum árin er rifjuð upp. Reyndar er ég að vinna mig rólega að safna fleiri staðreyndum sem ég birti vonandi fljótlega um spillingu hjá Framsóknarmönnum - að vísu tengist sú spilling sem ég er að vinna mig gegnum núna til formanns Samfylkingar og einnig sitjandi forsætisráðherrans okkar því miður - en þetta var ekki framkvæmt hjá sitjandi ríkisstjórn - er eldra. Vil samt afla mér meiri gagna til að ná víðara samhengi áður en ég skrifa um málið þó svo gögnin sem ég er þegar komin með í hendurnar séu 100% skotheld!
Ég er steinhissa hvað allir fjargviðrast yfir þessu orkumáli - eins og enginn hafi átt von á að þetta gæti gerst með fráfarandi borgarstjórn - eins og fólk sé ekki ennþá farið að átta sig á Framsóknarmönnum....hmmm.....!!!!!
http://asagreta.blog.is/blog/asagreta/entry/325900/
Ása (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 20:18
Áfram með þessar uppljóstranir á báða bóga! Nú loks fær alþýða manna að vita hversu gerspillt stjórnsýslan er. Pandóruboxið er opnað og engin leið að sjá fyrir endann á því hvað upp úr því kemur. Vona samt að það verði til góðs fyrir land og þjóð. Það var kominn tími á skriftir í þessum söfnuði.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2007 kl. 05:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.