Siglfirðingar

Egill nefnir að kannski sé ekkert fé til Sundabrautar vegna mikils fjölda Siglfirðinga á þingi og nefnir sérstaklega samgönguráðherrann í því sambandi.   Ég held að það séu nú fleiri ástæður en þessi tengsl og þær verða reifaðar og ræddar á borgarstjórnarfundi á morgun.

Þessi frétt um Siglfirðingana er nú meira til gamans gerð hugsa ég en það væri gaman að sjá hvernig þessi tengsl eru.   Pabbi er uppalinn á Siglufirði og þó ég telji mig að sjálfsögðu eiga rætur að rekja norður þá fer ég seint að kalla mig Siglfirðing.  Það þarf nú kannski að kanna hin raunverulegu tengsl meintra Siglfriðinga.   Og telja síðan Reykvíkingana.

En síðan má nefna að bæði ég og Jórunn erum ,,Siglfirðingar".  Kannski eru fleiri en við tvær í borgarstjórn tengdar Siglufirði.   Erum við kannski hlutlægar landsbyggðartúttur? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já Þorbjörg Helga Siglfirðingar eru um allt og líka í Mosfellsbænum...... ég er 100% Siglfirðingur og berst fyrir tvöföldun Vesturlandsvegar, en ég kannaðist ekki við alla Siglfirðingana á myndinni af nýja þingflokknum .

Herdís Sigurjónsdóttir, 2.10.2007 kl. 09:16

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Er þetta þá þér að kenna? :) Ég hef grun um að þú viljir fresta Sundabraut of grafa frekar göng til Sigló frá Hólum í Hjaltadal og koma upp leikskólum þar á bæ :)

Birgir Þór Bragason, 2.10.2007 kl. 18:54

3 identicon

Hei - ég er líka "Siglfirðingur"! -Pabbi ólst upp á Siglufirði...

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 22:00

4 Smámynd: Halla Rut

11.10.2007  úps...

Halla Rut , 12.10.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband