Mánudagur, 1. október 2007
Af engum hugmyndum (Morgunblaðið, 23.09)
Fulltrúar Samfylkingarinnar í leikskólaráði hafa gert sér það að leik að snúa út úr og fara með rangfærslur í pólitískum tilgangi þegar aðrir reyna að skoða leiðir til að tryggja örugga vistun barna í leikskólum í borginni. Samfylkingin hefur ákveðið að slá ryki í augu foreldra með útúrsnúningum í stað þess að koma með hugmyndir að lausnum. Þessir útúrsnúningar leiðréttast einhverjir hér en það er von mín að kjörnir fulltrúar stundi ekki svona málflutning í framtíðinni heldur einbeiti sér að lausnum. Foreldrar ungra barna eiga skilið að fjallað sé um þennan málaflokk á heiðarlegan hátt. Rangt, rangt, og aftur rangt Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifar grein 18. september þar sem hún leggur sig fram við að fara með rangfærslur um hugmyndir mínar. Hún leggur mér ítrekað orð í munn og tekur málflutning minn úr samhengi. Í fyrsta lagi segir Bryndís að ég ætli að úthluta fyrirtækjum leikskólum frá borgaryfirvöldum til að reka fyrir börn sinna starfsmanna. Rangt. Í öðru lagi að ég ætli að varpa ábyrgð á rekstri leikskóla yfir á fyrirtæki í landinu. Rangt aftur. Í þriðja lagi að meiri þjónusta verði í boði fyrir starfsmenn ákveðinna fyrirtækja en aðra borgarbúa. Rangt enn einu sinni. Í fjórða lagi að tillögur mínar muni fækka leikskólaplássum sem standa borgarbúum til boða. Rangt og órökrétt ef út í það er farið. Síðan segir Bryndís, en ætti að vita betur, að það sé yfirlýst stefna borgarinnar að barn geti sótt leikskóla í sínu hverfi svo það geti kynnst börnum í nágrenninu. Þetta er líka rangt og hefur verið mjög skýrt í mörg ár að foreldrar geti farið í önnur hverfi með börn sín enda er val um leikskóla í Reykjavík. Að lokum er vert að benda á yfirlýsingar Bryndísar um að fyrirtæki séu í eðli sínu vond og reyni að hlekkja á starfsmönnum sínum. Af þessu leiðir að hún trúir ekki að foreldrar hafi skoðun og kröfur um gæði þjónustu og því verði opinberir aðilar að tryggja gæði þjónustunnar. Hverjar eru hugmyndirnar? Hugmyndir mínar eru þrjár. Í fyrsta lagi að sveitarfélög fengju aukinn sveigjanleika í kjaramálum kennara. Í öðru lagi að þjónusta við foreldra flyttist í auknum mæli til sjálfstætt rekinna skóla þar sem sveigjanleikinn í kjörum og vinnutíma er meiri. Í þriðja lagi að atvinnurekendur ættu í auknum mæli að huga að ábyrgð sinni. Síðastnefnda hugmyndin er sú sem fulltrúar Samfylkingar þráast við að skilja en ólíkar útfærslur hennar hafa verið reyndar hérlendis og erlendis við góðan árangur. Fyrir 30 árum ráku Ríkisspítalar leikskóla fyrir starfsmenn sína með góðum árangri og buðu þjónustu þegar starfsfólk var á vöktum um helgar. Á sama veg gætu fyrirtæki eða stofnanir samið við sjálfstætt starfandi skóla um uppbyggingu á þjónustu fyrir starfsmenn sína. Atvinnurekendur í öðrum löndum bjóða oft upp á þjónustu fyrir starfsmenn sína með góðum árangri því þeir vita sem er að fyrr eða síðar bitnar þjónustuskortur við foreldra á atvinnurekendum og hagkerfinu í heild. Hugmynd mín vísar m.a. í að fyrirtæki geti samið við Reykjavíkurborg um að reka sjálfstætt starfandi leikskóla við sömu kröfur og aðrir leikskólar. Hún vísar í möguleika á aðkomu fyrirtækja og félaga til að styðja við grunnþjónustu sem starfsmenn þeirra þurfa á að halda því það er hagur bæði foreldra og atvinnurekanda að góð grunnþjónusta og metnaðarfullt nám sé í boði. Þessar hugmyndir miða að því að víkka út það umhverfi sem leikskólarnir búa við svo launaþróun geti endurspeglað mikilvægi þessara starfa. Þessar hugmyndir eru ekki þannig að ein útiloki einhverja aðra. Mikilvægast er að opna á umræðu um nýjar leiðir og nýjar lausnir. Jöfn tækifæri til náms Allar hugmyndir um sjálfstæðan rekstur leikskóla grundvallast á þeirri skýru reglu nýs meirihluta í borgarstjórn að sama upphæð fylgi hverju barni óháð vali á skóla. Vert er að minnast á það hér að fulltrúar Samfylkingar í borgarstjórn sátu hjá við þessa ákvörðun síðastliðið haust líkt og hún gerði þegar framlög til dagforeldrakerfisins voru hækkuð. Sjálfstæðir leikskólar byggja sjálfir upp starfsemi sína með styrk frá borginni og fá rekstrartekjur út frá fjölda barna og fagfólks í starfi. Þetta þýðir að reykvískt barn fær sömu upphæð hvort heldur sem það sækir leikskóla borgarinnar, sjálfstætt starfandi leikskóla, sjálfstæðan leikskóla fyrirtækis eða leikskóla í öðru sveitarfélagi og foreldrar greiða sambærileg gjöld óháð rekstrarformi. Allur sjálfstæður rekstur leikskóla borgarinnar er samningsbundinn og rekstraraðilar þurfa að fylgja innritunar og gæðakröfum sem settar eru af ríki og borg og fylgt í hvívetna. Þessar grundvallarforsendur eru skýrar í huga meirihlutans í borgarstjórn og með þeim er hægt að opna dyr fyrir ólíka rekstraraðila og breyta hugmyndum í lausnir, án þess að hafa áhrif á jöfn tækifæri barna til náms. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Ertu mótfallin/n samræmdum prófum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Þar sem þú ert hér að tala um leikskóla mál þá ætla ég að nota tækifærið og biðja þig, eða bjóða þér og þínu fólki að endurskoða aftur hvernig þið afgreiddu mitt mál mitt. Að þið skulið samþykkja það lögbrot sem ykkar starfsmaður framdi gagnvart fötluðum syni mínum og segja mér svo að það hafi verið syni mínum fyrir bestu er til skammar. Sonur minn hefur orðið fyrir varanlegum skaða. Ég bara skil ekki alveg hvernig fólk það er sem heldur þennan flokk.
halla@kjosehf.is 660-5400.
Halla Rut , 8.10.2007 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.