Fimmtudagur, 6. september 2007
Fylgifiskar uppsveiflu (grein Fréttablaðið 5. september)
Íslenskt samfélag er með þeim framsæknustu í heimi. Íslendingar eru þakklátir fyrir þau lífsgæði sem við búum að og eru tilbúnir að vinna vel og mikið til að halda sér í flokki þeirra bestu. Þrátt fyrir bjartsýni og dug sjáum við vísbendingar um að hjól efnahagslífsins snúist of hratt. Atvinnuleysi er mjög lágt, var 0,9% í júlí, og hefur ekki verið svo lítið síðan í október 2000. Flestir telja þetta jákvætt merki en í raun er þetta ábending um að á Íslandi sé gríðarlegur skortur á vinnuafli.
Um 175.000 manns voru á vinnumarkaði 2006 en 165.000 árið 2005. Fjölgunin er nánast öll bundin við höfuðborgarsvæðið og mætt með erlendu vinnuafli. Fjöldi erlendra ríkisborgara á íslenskum vinnumarkaði jókst mjög á sama tíma og er talið að þeir hafi að jafnaði verið yfir 13 þúsund í fyrra eða um 7-8% af vinnuafli landsins. Fjöldi útgefinna atvinnuleyfa eykst enn og til viðbótar eru 1800 manns skráðir á atvinnuleigum frá í febrúar 2007. Í könnun Vinnumálastofnunar í desember sl. kemur fram að skortur væri fyrirsjáanlegur hjá um 39% fyrirtækja á þessu ári, mest í sérhæfðum þjónustufyrirtækjum og meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni.
Sýnilegur skortur
Fullyrða má að flestir atvinnurekendur finni fyrir starfsmannaskorti. Brauð er ekki í boði í Nóatúni vegna manneklu hjá bakaranum. Lögreglan fær ekki starfsmenn. Pizza-staðir vara við lengri bið vegna manneklu. Bónus flytur inn starfsfólk. Áætlað er að um 500 hjúkrunarfræðinga vanti í heilbrigðisstofnanir á landinu og tuttugu þúsund Reykvíkingar eru án heimilislæknis. Banki telur sig þurfa að ráða í um tvöhundruð stöðugildi. Mannekla leikskóla borgarinnar gerir það að verkum að rúmlega 300 pláss fyrir börn nýtast ekki og 1.300 börn bíða eftir lengdri viðveru. Skortur á vinnuafli snertir æ meira þá grunnþjónustu sem við krefjumst til að halda atvinnulífinu gangandi.
Ófáir afar og ömmur hjálpa börnum og barnabörnum við að púsla saman vikunni. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu standa ekki undir þeirri grunnþjónustu sem ætlast er til að þau veiti. Dæmi eru um að foreldrar tveggja barna fái ekki þjónustu leikskóla né frístundaheimilis vegna skorts á starfsfólki. Foreldrar hafa ekki orku til að vera raunverulegur þrýstihópur vegna álags.
Að óbreyttu er þessi vandi líklega kominn til að vera. Reykjavík, og önnur sveitarfélög leggja sig öll fram við að ráða gott og hæft starfsfólk til að tryggja foreldrum þjónustu. Allar leiðir eru reyndar til að fá gott fólk til starfa á þessum gefandi vinnustöðum þar sem börn dvelja og nema. Eitthvað gengur en skerðing þjónustu er staðreynd. Kjaramál eru að sjálfsögðu liður í að bæta stöðuna en kjörum starfsfólk er stýrt miðlægt þrátt fyrir að mun dýrara sé orðið að búa á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar, sem veldur því að erfiðara er að manna í stöður þar en ella. Að hækka laun miðlægt til að bæta ástandið er aðeins skammtímalausn þar sem það veldur keðjuverkandi áhrifum.
Lausnir krefjast kerfisbreytinga
Framtíðarlausn hlýtur að fela í sér kerfisbreytingu á þjónustuumhverfi barna og foreldra. Sveitarfélög verða að fá aukinn sveigjanleika í kjaramálum kennara, hverfa frá jafnlaunastefnu og veita þarf aukinn sveigjanleika til samninga, t.d. út frá leigukostnaði og samgöngukostnaði. Þjónusta við foreldra þarf að fara í auknu mæli til sjálfstæðra skóla. Fyrst þá getur samningaumhverfi kennara og starfsmanna opnast og samkeppni er innleidd á jákvæðan máta. Kosti einkareksturs þarf að nýta betur til að tengja saman mikilvægi þessara starfa og kjaraumhverfið. Miðstýrt kerfi hins opinbera keppir ekki til framtíðar í opnu markaðsumhverfi landsins. Atvinnurekendur verða að auki að huga að ábyrgð sinni, sérstaklega þegar svona mikið launaskrið á sér stað. Atvinnurekendur í öðrum löndum bjóða t.d. oft upp á þjónustu fyrir foreldra með góðum árangri því þeir vita er að fyrr eða síðar bitnar þjónstuskortur við foreldra á atvinnurekendum og hagkerfinu í heild.
Sú staða sem nú er uppi skapar hringrás sem erfitt er að komast úr, hringrás sem hefst þegar vinnandi einstaklingur hættir störfum vegna þess að grunnþjónustu er ekki að fá. Vandamálið er mikilvægt og aðkallandi og líklega viðvarandi. Sveitarfélag eins og Reykjavíkurborg þarf að huga að lausnum til framtíðar. Til þess þarf samvinnu ólíkra aðila í samfélaginu og rétta forgangsröðun í þágu barna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Ég er alveg sammála þér um að það þarf eitthvað að gera, spurningin er hinsvegar hvort lausnin er að einkavæða eða færa hluta af þessari grunnþjónustu yfir til einkaaðila - sem dæmi lét forsvarskona stærstu einkasamtakana í leikskólarekstri hafa eftir sér í sjónvarpsviðtali að hún borgaði aðeins táknrænt hærri laun. Í ársskýrslu sömu samtak kemur fram að meðallaun þegar allir starfsmenn eru reiknaðir saman eru í kringum 220 þúsund á mánuði. Því miður get ég ekki séð að þar hafi kostir einkakerfisins virkað til þess að tengja saman mikilvægi þessara starfa og kjaraumhverfið. Því miður.
Sjálf hef ég löngum verið hlynt rekstri einkaleikskóla samhliða hinu opinberakerfi en ég hef aldrei litið á einkavæðingu sem lausn eða sem markmið í sjálfu sér eins og mér virðist þú leggja til. Fyrst og fremst hef ég litið á það sem val þeirra sem vilja reka það sem ég kalla lífstefnuskóla og foreldra sem slíka skóla kjósa. En ég er alveg sammála þér um að til þess að leysa vandamál leikskólanna þarf stórátak, viðhorfsbreytingu og pólitískan vilja á stórum skala. Á risessuskala.
Fyrir nokkrum árum ræddi ég þessi mál við pólitískt kjörna fulltrúa R-listans sem ekki féllu fyrir hugmyndum mínum - en kannski að núverandi meirihluti hugsi stærra - ég vona það. Hugmyndir mínar fólust m.a. í breyttri gjaldskrá og snjóboltaáhrifum hennar.
Ég lagði til að 6 tíma vistun fyrir öll börn væri án gjaldskyldu en eftir það hver klukkutími rándýr og mun dýrari en heill dagur kostar nú. Að sjálfsögðu reiknaði ég með að tekið væri tillit til tekjuöflunarmöguleika einstæðra foreldra. Ég tel að þetta yrði til þess að fólk hagaði vinnu sinni á annan hátt – væri betra fyrir alla börn og foreldra og samfélag. Nánar má lesa um hugmynd mína á blogginu mínu. (Þessi athugasemd er víst oðin í lengsta lagi hjá mér)
Kristín Dýrfjörð, 7.9.2007 kl. 13:13
Mig langar að hrósa þessari grein hjá þér Þorbjörg Helga! Ég er að leita eftir fólki sem þekkir málefnin - og vill breyta - ekki bara í skrifuðu orði - heldur í framkvæmd! Ég á eftir að kíkja mjög reglulega hingað! ;-)
Ása (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.