Verkefnið lofar góðu

Þetta eru frábærar viðtökur sem verkefnið fær.   Nú reynir á hvort að álagið haldi áfram eins og fyrstu dagar benda til, hvort það aukist eða minnki.   Nemendur eiga að vera meðvitaðir um að búast megi við töfum og aðlögunum að nýju kerfi og nýjum fjölda í vagninum.  En það hlýtur að vera gaman í Strætó þessa dagana og ýmsir hljóta að geta náð nokkrum ómetanlegum mínútum með vinum sínum á leið í skólann.

Starfsmenn Strætó bs. eru á fullu við að bæta við aukavögnum á morgnana þar sem mesti kúfurinn er.   Það verður mjög spennandi að vita hvort við sjáum ekki mælanlegan mun á því hvort umferð sé minni en í fyrra.  Að auki þarf að meta hvaða leiðir eru sterkastar fyrir næstu endurskoðun á leiðakerfinu sjálfu en því er aðeins breytt einu sinni á ári.


mbl.is Fullt í strætó á morgnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Þetta er frábært mál.

Svo þyrfti líka að hafa fría innanhverfisvagna fyrir grunnskólabörn sem þurfa að sækja íþróttir hér og þar innan síns hverfis.

Billi bilaði, 31.8.2007 kl. 12:09

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sem starfsmaður get ég vitnað að framtakið hefur tekist framar en björtustu vonir mínar sáu ástæðu til.

Unga fólkið í dag er upp til hópa kurteist og hefur svo fallega framkomu að unun er að.

Á morgnana fara allir á sama tíma og fylla því vagnana hvern á fætur öðrum. Eftir hádegið dreifist álagið á fleiri tíma og þar af leiðandi fleiri vagna og verður því jafnari aðsókn að vögnunum.

Ástæða er til að óska þeim Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og Gísla Marteini Baldurssyni til hamingju með vel heppnaða aðgerð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.8.2007 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband