Fimmtudagur, 26. júlí 2007
Æ, en leiðinlegir bakþankar
Eins og ég er alltaf ánægð með bakþanka og þætti Dr. Gunna þá finnst mér pistillinn í dag (26. júlí) afar súr. Pistillinn er neikvæður og endurspeglar hugmyndir þeirra sem finnst Ísland vera smáborgaralegt land. Endurspeglar gagnrýni á landsbyggðina og líkir henni við Strætó. Ég vona að Dr. Gunni ætli ekki hringinn á næstunni því hann á ekki marga vini úti á landi eftir þennan pistil.
Almennt finnst mér steikt að dæma harkalega hópa sem maður samsamar sig ekki sem hluta af. Eins og í þessu tilfelli notendur Strætó og íbúa úti á landi. Okkar hlutverk er að skilja aðstæður allra og styðja við framþróun í þeirra málum ef þess er kostur - ekki að gagnrýna og nöldra. Það hefði að minnsta kosti hinn mikli höfðingi Einar Oddur sagt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Nú dæmir þú sjálf doktorinn harkalega, má enginn hafa aðra skoðun en þú ? mér finnst annars að þú sem kjörinn borgarfulltrúi ættir að reyna að standa þig betur í leikskólamálunum áður en þú ferð að ybba gogg.
Skarfurinn, 26.7.2007 kl. 09:24
Eeeemmm, hefur höfundur tekið strætó nýlega? Lufsan hans dr. Gunna er utan af landi svo ég held að þetta séu ekki illa meint!
Sigrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 14:34
...fannst þetta frekar gagnrýni á stjórnvöld!
Sigrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 14:34
Mér fannst dr. Gunni ráðast persónulega á mig þar sem ég bý úti á landi og tek strætó í bæinn á hverjum morgni - ALSÆL! Eða þannig. Húmorinn hans hefur kannski verið svolítið djúpur í dag og erfitt að skilja hann. Er þó sammála með dr. Gunna, hann skrifar frábæra pistla og enn skemmtilegri bloggfærslur. Hann öfundar mig ábyggilega af stórkostlegum strætóferðum mínum og því að búa á Skaganum!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.7.2007 kl. 14:37
Þú ert eitthvað að misskilja Doktorinn Þorbjörg Helga, renndu nú yfir þetta einu sinni enn og muna að kafa aðeins dýpra :-)
Þetta er ekki ádeila fólkið sjálft eða landsbygðina heldur miklu frekar hvernig allt virðist stefna í sömu átt og við sogumst með inn í þjóðfélagsmódelið; Allir í þéttbýlið á einkabílum sveitin og dreyfbýlið er til einskis nýtt nema kannski til að bruna þangað á jeppunum okkar þegar okkur hentar.
Hann meira að segja gefur í skyn að hann langi til að flytja út á land þar sem fólk sé, jah. kannski nær sjálfu sér og því sem skipti máli og lifi rólegra og eðlilegra lífi.
Bjarni Bragi Kjartansson, 26.7.2007 kl. 15:57
Þú ert óþarflega viðkvæm Guðríður, þú misskilur greinina held ég, en ertu ekki ánægð að fá frítt daglega með vagninum til og frá Akranesi, það finnst mér mikill lúxus sem ber að þakka fyrir.
Skarfurinn, 27.7.2007 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.