Sunnudagur, 17. júní 2007
Reykjavík heldur sínu striki
Það hefur verið mikið rætt um ýmsa þætti varðandi Strætó undanfarið, leiðakerfið, fjármál og verkefni borgarstjórnarmeirihlutans frítt í Strætó fyrir nemendur. Stjórn Strætó hefur unnið þétt saman að ýmsum mjög erfiðum verkefnum til að ná endum saman vegna vanáætlaðra fjárhagsáætlana og ýmissra umbótaverkefna. Stjórnarmenn hafa náð vel saman og verið sammála í flestum málum.
Ég sem fulltrúi borgarinnar hef upplýst stjórnina reglulega um stöðu verkefnisins ,,frítt í Strætó" og sagt þeim að um sé að ræða tilraun á grundvelli málefnasamnings nýs meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Um er að ræða verkefni þar sem nemendur í framhaldsskóla og háskóla fá á nemendaskirteini sín merki sem staðfestir að þau fái frítt í Strætó. Yfirleitt er skólakortið á kr. 29.000 kr. (Sjá nánar á www.bus.is). Á sama tíma ætlar Reykjavíkurborg að telja hvort um verði að ræða fjölgun farþega og fækkun bíla því verkefnið er fyrst og fremst til að létta á umferðarþunga í borginni um leið og við kynnum fyrir nemendum að Strætó er raunverulegur valkostur.
Á síðustu stjórnarfundum hafa sveitarfélögin verið að fá upplýsingar um útfærslu málsins hjá Reykjavíkurborg og eðlilega sýnist sitt hverjum. Sveitarfélögin vildu vita kostnaðinn við verkefnið og voru að velta fyrir sér hvort þeir ætluðu að taka þátt í verkefninu. Það var hins vegar alltaf ljóst að Reykjavíkurborg greiðir fyrir það tekjutap sem verður þegar verkefnið hefst í ágúst. Það kom mér sem stjórnarmanni hins vegar á óvart að Kópavogur skyldi ákveða að ganga enn lengra, sérstaklega þar sem gagnrýnin á verkefni Reykjavíkurborgar var hvað mest þaðan.
Ég velti fyrir mér af hverju þessi ákvörðun sé tekin en mér sýnist hún fyrst og fremst varða peninga. Mér finnst að svona ákvarðanir eigi fyrst og fremst að vera teknar út frá umhverfslegu sjónarmiði og útfrá þeirri staðreynd að Íslendingar eru að nálgast met í bílaeign. Að auki þarf að leiðrétta tvennt. Annars vegar hefur Reynir Jónsson framkvæmdastjóri Strætó sagt að það sé rangt að innheimta gjalda sé svona dýr eins og bæjarstjóri Kópavogs vill meina. Hins vegar verður að benda á þá staðreynd að þrátt fyrir að nú sé ekki verið að innheimta miklar tekjur hjá Strætó þá er tekjustreymið í beinu samhengi við fjölda farþega. Ýmislegt er hægt að gera í víðara samhengi til að fjölga farþegum og ef það gerist þá hækka tekjur í hlutfalli við gjöld. Það heldur ekki einsýnt að frítt í Strætó þýði að útgjöldin standi í stað!
En hvað sem önnur sveitarfélög gera varðandi almenningssamgöngur þá veit ég að við í Reykjavík höldum okkar striki með verkefnið næsta haust. Ég veit að verkefnið muni skila bættri meðvitund um almenningssamgöngur, vonandi munu fleiri ungmenni fresta kaupum á bíl og prófa að spara aurinn og annan vetur verður vonandi hægt að koma til móts við nemendur um lægri gjöld í vagninn ef verkefnið gengur vel.
Gagnrýna að ekki sé meira samráð milli sveitarfélaga um gjaldtöku í strætó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Ég ætla að fresta kaupum á bíl. En mér finnst að þið stjórnmálamennirnir mættuð hugsa aðeins út fyrir boxið og reyna að finna leiðir til að það verði "cool" að taka strætó. Svarið felst í einhverskonar rafrænni markaðssetningu, þar sem þið fáið öfluga einaaðila með ykkur í lið. Gangi þér vel!
Bryndís Helgadóttir, 17.6.2007 kl. 03:14
Mikið vildi ég samstaða fari að nást um fyrirtækið sem ég vinn hjá, Strætó bs.
Það hefur verið samfellt styrjaldarástand innan veggja fyrirtækisins í tvö ár um þessar mundir.
Margoft hefur leiðakerfinu verið breytt þótt engan veginn hafi tekist að færa það aftur til uppruna síns 2005, en þá skilaði það mikið meiri friði, ánægju viðskitavina og tekjum en það gerir í dag eftir allar þær rándýrur kollsteypur sem teknar hafa verið.
Vaktakerfi vagnstjóra eru orðin sex á yfir sama tímabil sem valdið hefur mikilli óánægju meðal okkar.
Kjarasamningar eru hunsaðir og margbrotnir. Athugasemdum er komið á framfæri, en þeim er ekki svarað.
Starfsmannamál eru í eins miklu klúðri og hægt er að koma þeim og ekki örlar á úrbótum.
Engin virk starfmannastefna er til staðar.
Margsinnis hefur verið reynt að ná athygli stjórnarformanns fyrirtækisins, en hann virðir öll erindi okkar að vettugi.
Enda er talsmáti forráðamanna og stjórnarmanna ekki eftir hafandi þegar þeir ræða um starfsmenn sína.
Það er af illri nauðsyn að ég vek máls á ástandinu á þessum vettvangi, því ég er orðinn úrkula vonar um að bætur verði gerðar.
Strætó bs. er eignalaust fyrirtæki með skuldir upp á hundruð milljóna króna og gerir nú allt sem það getur til að eyðileggja eina auðinn sem það ræður yfir; starfsmennina.
Ég tek fram að ég er trúnaðarmaður vagnstjóra og starfa sem vagnstjóri.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.6.2007 kl. 15:11
Upphæð fargjalda strætisvagna kemur ekki í veg fyrir að fleiri álíti almenningssamgöngur valkost við einkabílinn. Fjögur rauð kort sem dekka heilt ár kosta minna en skyldutryggingar af flestum fólksbílum. Nú eru nokkur ár síðan ég hætti að gera út bíl og geng og nota strætó í staðinn. Til að slíkt gangi upp til lengdar þarf þjónustan fyrst og fremst að vera áreiðanleg og öll framkvæmd hennar þannig að komið sé fram af fyllstu virðingu við notendur. Tímatöflur þurfa að standast og tíðni ferða þannig að hægt sé að skipuleggja ferðir sínar innan eðlilegra tímamarka. Á þessu er því miður oft misbrestur enda ríkjandi viðhorf að almenningssamgöngur séu neyðarbrauð og yfirleitt bara talað um skólakrakka og aldraða þegar þær ber á góma.
Nýja leiðarkerfið var í grundvallaratriðum til mikilla bóta þótt talsverðir hnökrar kæmu fram sem ótrúlegan tíma tók að laga.
En sú breyting að lengja tímann milli vagna upp í hálftíma er einfaldlega rothögg á þessa þjónustu. Það skiptir mig engu máli þótt gefið yrði frítt í strætó á meðan reyndin er sú að einföldustu ferðir í aðra bæjarhluta fela gjarnan í sér um og yfir tuttugu mínútna bið á tengistöðvum og taka þar með upp undir klukkustund. Af hverju ekki að ganga enn lengra, hafa bara einn vagn á klukkustund og borga hverjum farþega 100 kr. fyrir að nota þjónustuna? Hugsið ykkur veitingastað sem ákvæði að gefa gestum máltíðir af því hann væri allur óætur. Sjá ekki allir hverslags della þetta er.
Mín krafa væri frekar hærri fargjöld og áreiðanlegri þjónustu. Ef ná á til þess fjölda fólks sem notar einkabílinn sinn til að fara sömu 3 til 8 km daglega til og frá vinnu þarf fólk að geta treyst kerfinu, upplifað þægindi og þjónustu og helst þarf það sem víðast að geta þeyst framhjá umferðarþungum gatnamótum á sérakreinum fyrir strætó. Innan við 50 þúsund á ári fyrir slíka þjónustu stendur ekki í fullfrísku og fullvinnandi fólki og sama þótt verðið yrði hækkað um leið og þjónustan batnaði.
Nú horfist ég í augu við þá dapurlegu niðurstöðu að geta ekki lengur notast við almenningssamgöngur. Síðasta þjónustuskerðing innsiglar það.
Til hamingju með árangurinn í stjórn strætó, ég mun væntanlega strax í vikunni bæta mínum bíl í reykspúandi lestarnar á götum borgarinnar. Þess sér væntanlega hvergi stað í bókhaldinu þar sem þjónustuskerðingin sparar svo miklu meira en tekjurnar af rauðu kortunum sem ég hef keypt og svo er hvergi haldið bókhald yfir umhverfiskostnaðinn, fórnarkostnaðinn við að leggja yfir helming borgarlandsins undir malbik eða lífsgæðaskerðinguna sem það felur í sér fyrir borgarbúa að skera samfélagið þvers og kruss með ófærum umferðarfljótum.
Arnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.