Miðvikudagur, 6. júní 2007
Mennt er máttur
Það er að mínu mati afar mikilvægt að tillögur í þessari skýrslu fari í formlegan farveg, sumar strax hjá mér og mínu fólki á Leikskólasviði og aðrar á öðrum vettvangi. Við sem samfélag höfum ekki einbeitt okkur nægilega mikið af því að hvetja starfsmenn í háskólamenntun í leikskólafræðum eða uppeldisfræðum til að vinna í leikskólum. Þegar grunnskólinn var einsettur voru gríðarlegar upphæðir settar í að fjölga grunnskólakennurum og kenna ófaglærðum fræðin. Ekkert slíkt hefur verið gert þrátt fyrir að leikskólinn sé nú fyrsta skólastigið í lögum og fjölgun barna á leikskólum verið stjarnfræðileg.
Í þessari skýrslu eru nokkrir fastir mælikvarðar sem mikilvægt er að minnast á. Þarna kemur fram starfsmannavelta, fjöldi nýráðninga (sem er mikilvæg eining því að starfsmannavelta endurspeglar ekki veltu sem á sér stað á miðju ári) og hlutföll ófaglærðra og faglærðra. Reykjavík er nú með 42% starfsfólk leikskólakennara eða annarra uppeldisfræðimenntaðra starfsmanna. Allar þessar tölur þurfa að breytast markvisst í betri átt, starfsmannavelta lækki og fagfólki fjölgi. Hugmyndafræðilegt starf og menntun barna mun eflast til muna þegar við sjáum tölurnar breytast.
Á vegferð starfshópsins fóru strax nokkur mál af stað. Eftir greiningar á fjölda starfsmanna með stúdentspróf var öllum boðið á kynningarfund á leikskólakennaranámi við KHÍ og HA. Sjötíu starfsmenn komu á fundinn sem var fjöldi langt fram úr okkar björtustu vonum. Vonandi skila sér einhver hópur í námið. Annað mál fór í farveg þegar ég bar upp tillögu í háskólaráði KHÍ um samstarfshóp um fjölgun námsleiða við KHÍ fyrir starfsfólk leikskóla. Okkar skoðun er að diplomanámið hafi sannað sig og að KHÍ geti mögulega mætt sveitarfélögunum með námsleiðum með vinnu. Tvennt annað átti sér stað, annars vegar fóru fram hvatningarverðlaun leikskóla sem voru veitt skólum með framúrskarandi starf eða verkefni og hins vegar var sett á laggirnar Rannsóknarstofa í menntunarfræðum yngri barna við KHÍ. Öll þessi verkefni miða að því að kynna þá staðreynd að leikskólar krefjast menntaðs starfsfólks.
Í leikskólunum er stór hópur gríðarlega mikilvægra starfsmanna sem eru búnir að vinna lengi í leikskólum og með börnum. Þessi hópur er ekki endilega með háskólamenntun á bakinu en búinn að fara á fjölda námskeiða og umfram allt búinn að eignast dýrmæta reynslu. Þetta er hópur sem viljum líka einbeita okkur að og bjóða upp á ólíkar leiðir til fagmenntunar. Leikskólaliðabraut Eflingar er lifandi dæmi um hvernig er hægt að stórefla frábæra starfsmenn með því að bjóða þeim hagnýtt nám sem sýnir þeim og staðfestir að störf þeirra í gegnum tíðina hafa verið staðfest með rannsóknum og fræðum. Leikskólaliðarnir sem ég spjallaði við í útskriftinni í maí sl. voru eins og blóm í eggi og sögðu allir að sjálfstraust þeirra og fagleg vitund hefði aukist gífurlega í þessu mjög svo áhugaverða námi.
Það er af nógu að taka og ekki seinna vænna að hefja þetta starf. Mennt er máttur en tekur tíma og það þarf að setja raunhæf markmið um fjölgun starfsfólks í leikskólum borgarinnar. Á fundinum í dag samþykkti leikskólaráð líka tillögu um aðgerðir sem lúta að skammtímaverkefnum, þ.e. stuðning við leikskólakennara og starfsmenn strax í haust. Að mínu mati er þó alveg ljóst að við tryggjum ekki faglegt starf og minni starfsmannaveltu fyrr en við getum fjölgað fagfólki í leikskólunum.
Vilja auðvelda starfsfólki á leikskólum að ljúka fagnámi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:56 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.