Föstudagur, 27. apríl 2007
Reykjavík vaknar!
Loksins eru í boði fjölbreyttar lóðir á ólíkum svæðum í borginni. Borgarstjórnarflokkurinn kynnti áðan tímasetta áætlun og fast verð á nýbyggingarlóðum borgarinnar fram í tímann. Vefur sem sýnir öll svæðin og skipulagið á þægilegan hátt er kominn í gagnið og svínvirkar. Hægt er að sjá hvenær hvaða lóðir verða úthlutaðar og fyrstu lóðirnar verða tilbúnar til úthlutunar núna í maí. Fljótlega verður hægt að skoða svipaðan vef á sama stað fyrir atvinnuhúsalóðir.
Reykjavík vaknar í dag af værum og löngum svefni í þessu samhengi því fyrrverandi meirihluti í borginni vanrækti þetta mikilvæga hlutverk borgaryfirvalda svo árum skipti. Ég hlakka til að heyra hvað fólki finnst um þetta útspil okkar í borgarstjórn, ég er a.m.k. afar stolt af þessu og Hanna Birna Kristjánsdóttir og Óskar Bergsson fá sérstakt hrós frá mér fyrir mikla og góða vinnu og undirbúning.
Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður skipulagsráðs segir að til úthlutunar á næstu árum verði að minnsta kosti 1000 íbúðir í nýbyggingarhverfum, u.þ.b. 500 nýjar íbúðir í miðborginni og nágrenni og að úthlutað verði þrisvar á ári eða í maí, september og desember. Það verður því nægt framboð lóða í Reykjavík enda í samræmi við málefnasamning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borginni.
Borgarstjóri sagði á fundinum í dag að nú verði nýjar úthlutunarreglur viðhafðar í Reykjavík. Hver einstaklingur getur sótt um eina lóð. Eftir að farið hefur verið yfir allar umsóknir verður dregið úr þeim umsóknum sem uppfylla öll skilyrði. Þannig ræðst í fyrsta lagi hverjir fá lóðir og í öðru lagi í hvaða röð umsækjendur fá að velja sér lóð. Fast verð er á lóðum í nýju reglunum, 11 milljónir fyrir einbýlishús, 7.5 milljónir fyrir parhús og raðhús og 4.5 milljónir fyrir fjölbýlishús.
Hér er hægt að skoða kortið á vefnum sem sýnir lóðaskipulagið í Reykjavík til næstu ára.
Fjöldi nýrra íbúða í boði á næstu árum í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.5.2007 kl. 15:26 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.