Mánudagur, 3. apríl 2006
Vísindi í grunnskólum
Íslendingar fjúka upp alla lista í samanburði við önnur lönd í flestu sem við getum borið okkur saman í. Ein tafla sker sig þó úr og sýnir lágt hlutfall íslenskra nemenda sem fara í vísinda- og tækninám í háskólum. Við sjáum fleiri og fleiri velja náttúruvísindabraut í framhaldsskóla en þrátt fyrir það er hlutfallið á milli raunvísinda og félagsvísinda ólíkt öðrum löndum þegar háskólanám er skoðað.
Lykillinn er að byrja á fyrstu skólastigunum, í leikskóla og í grunnskóla. Í leikskóla er hægt að kynna með leik eins og víða er gert hin mismunandi efni sem jörðin gefur okkur. Í Montessori hugmyndafræðinni er mikið lagt upp úr því að leyfa börnum að snerta á ólíkum efnum, fljótandi og í föstu formi, að blanda saman hlutum og byggja upp þann þankagang sem undirbyggir tilraunastarfsemi.
Í grunnskóla ættu tæki og tól fyrir raunvísindakennara að vera mun betri en þau eru í dag. Mér dettur í hug að hafa sameiginlegt geymslurými sem sveitarfélög geta sameinast um þar sem dýrari tækin eru til útláns. Það sem er svo spennandi við vísindin eru tilraunirnar og börnum (yngri en 13 ára) finnst þetta leikur einn. Sonur minn er í Ísaksskóla og þar eru þau t.d. byrjuð að telja dagana sem það tekur að láta vatn gufa upp. Allt þetta miðar að því að kveikja í börnunum, sýna þeim hvað vísindi eru spennandi og hvernig hlutir bæði breytast og verða til fyrir framan okkur.
Þá komum við að vandanum. Kennara skortir sem hafa góðan bakgrunn í að kenna ungum börnum vísindi. Sami vandi blasir við í Kaliforníu um þessar mundir og þessi grein er áhugaverð með tilliti til þess hvernig þeir nálgast vandann með ýmsum úrræðum. Scwarzenegger hefur ákveðið að láta peningana tala.
Þetta er hugmyndafræði sem að við höfum ekki nýtt okkur mikið. Íslendingar eiga alltaf erfitt með að ræða um styrki og peninga í tengslum við menntun (og heilbrigðismál). En þetta eru góðar hugmyndir. Ég sé fyrir mér að ÞEGAR við Sjálfstæðismenn vinnum borgina gætum við boðið styrki til þeirra námsmanna sem velja að fara í kennaranám með áherslu á vísindakennslu í kennaraháskólum landsins með því skilyrði að þeir kenni í 4 ár í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Þessir nemendur gætu þá minnkað lántöku sína hjá LÍN og verið tryggir með vinnu að loknu námi.
Lykillinn er að byrja á fyrstu skólastigunum, í leikskóla og í grunnskóla. Í leikskóla er hægt að kynna með leik eins og víða er gert hin mismunandi efni sem jörðin gefur okkur. Í Montessori hugmyndafræðinni er mikið lagt upp úr því að leyfa börnum að snerta á ólíkum efnum, fljótandi og í föstu formi, að blanda saman hlutum og byggja upp þann þankagang sem undirbyggir tilraunastarfsemi.
Í grunnskóla ættu tæki og tól fyrir raunvísindakennara að vera mun betri en þau eru í dag. Mér dettur í hug að hafa sameiginlegt geymslurými sem sveitarfélög geta sameinast um þar sem dýrari tækin eru til útláns. Það sem er svo spennandi við vísindin eru tilraunirnar og börnum (yngri en 13 ára) finnst þetta leikur einn. Sonur minn er í Ísaksskóla og þar eru þau t.d. byrjuð að telja dagana sem það tekur að láta vatn gufa upp. Allt þetta miðar að því að kveikja í börnunum, sýna þeim hvað vísindi eru spennandi og hvernig hlutir bæði breytast og verða til fyrir framan okkur.
Þá komum við að vandanum. Kennara skortir sem hafa góðan bakgrunn í að kenna ungum börnum vísindi. Sami vandi blasir við í Kaliforníu um þessar mundir og þessi grein er áhugaverð með tilliti til þess hvernig þeir nálgast vandann með ýmsum úrræðum. Scwarzenegger hefur ákveðið að láta peningana tala.
Þetta er hugmyndafræði sem að við höfum ekki nýtt okkur mikið. Íslendingar eiga alltaf erfitt með að ræða um styrki og peninga í tengslum við menntun (og heilbrigðismál). En þetta eru góðar hugmyndir. Ég sé fyrir mér að ÞEGAR við Sjálfstæðismenn vinnum borgina gætum við boðið styrki til þeirra námsmanna sem velja að fara í kennaranám með áherslu á vísindakennslu í kennaraháskólum landsins með því skilyrði að þeir kenni í 4 ár í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Þessir nemendur gætu þá minnkað lántöku sína hjá LÍN og verið tryggir með vinnu að loknu námi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Ertu mótfallin/n samræmdum prófum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.