Álver í Helguvík

Á fimmtudaginn á stjórnarfundi í Orkuveitunni samþykkti stjórnin að forstjóri kannaði fýsileika þess að aðstoða við uppbyggingu á Suðurnesjum með athugun á raforku til álvers í Helguvík. Ég hef lýst skoðun minni opinberlega á þessari álversvæðingu okkar en samþykkti hiklaust þessa tillögu. Hún felur ekki í sér neinar skuldbindingar fyrir Orkuveitu Reykjavíkur þrátt fyrir að sumir fjölmiðlar kjósi að túlka þetta þannig og er viðleitni okkar Reykvíkinga til þess að aðstoða þegar þessi breyting á sér stað á varnarmálunum.

Ég lýsti þó yfir á fundinum að ég vildi að það yrði sérstaklega tekið mið að því að stækkun álversins í Straumsvík skipti höfuðmáli við ákvarðanatöku sem þessa því jafnvel gæti stækkun Alcan haft jafn mikil eða meiri áhrif á fjölgun starfa fyrir Suðurnesin eins og að ráðast í nýtt álver. OR og Alcan eru enn í viðræðum um kaup á raforku frá OR fyrir stækkunina. Að vísu ræðst það líklega í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði hvort að af stækkun verður því núverandi meirihluti hyggst bera það undir kjósendur hvort stækkun eigi að verða eður ei.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband