Ráðhúsið

Það tók smá tíma að jafna sig eftir kosningar. Vinnan beið og mörg verkefni sem höfðu setið á hakanum. Nú glittir hins vegar í að sjálfstæðismenn fái lyklana af ráðhúsinu og Vilhjálmur skipti um skrifstofu. Þetta hefur verið fjarlægur draumur í langan tíma og ég held að margir átti sig ekki á því að loksins getum við farið að breyta og bæta út frá hugmyndum sjálfstæðismanna. Á þriðjudaginn verður borgarstjórnarfundur þar sem skipað verður í nefndir og ráð borgarinnar. Þriðjudagurinn 13. júní verður því sögulegur þriðjudagur í mínu lífi að minnsta kosti.

Ég þekki ekki til Björns Inga og hlakka til að kynnast honum. Það verður ansi lágur meðalaldur (rétt tæplega 40 ár) í borgarstjórnarflokksmeirihlutanum og líklega koma með okkur nýjar hefðir og ný vinnubrögð. Ég hlakka til að taka til hendinni og koma hugmyndum okkar í framkvæmd. Það er kominn tími til.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband