Þriðjudagur, 8. ágúst 2006
Menntun hefst við fæðingu
Óteljandi fjöldi vísindalegra rannsókna hafa viðurkennt mikilvægi þess að börn fái örvun og kennslu á fyrstu árum sínum. Í dag eru nánast allir fræðimenn í þroskafræðum sammála um að strax við fæðingu er heili mannsins hannaður til að taka við upplýsingum frá umhverfinu. Margt þarf að læra til að sjálfstæði sé náð. Íslendingar hafa í þessum efnum sem öðrum verið fljótir að tileinka sér nýja þekkingu og aðferðir til þess að veita ungum börnum það umhverfi sem gefur þeim kost á að tileinka sér hæfileika og færni. Sveitarfélög um allt land hafa sett mikinn metnað í að búa til sterka umgjörð fyrir leikskólann. Ísland er eina þjóðin á Norðurlöndum sem hefur viðurkennt leikskólann sem fyrsta skólastigið og hefur því verið leiðandi í að kynna og miðla reynslu um þessa farsælu stefnumótun.
Leikskólaráð veitir aukin tækifæri
Nýr meirihluti í borgarstjórn leggur mikinn metnað og mikla áherslu á fjölskyldumál og skólamál reykvískra barna. Metnaðarfullar hugmyndir flokkanna um eflingu dagvistarþjónustu við foreldra yngstu barnanna frá því að fæðingarorlofi lýkur og aukinn styrk leikskólans sem fyrsta skólastigið eru efstar á baugi. Áhersla er lögð á val, gæði, árangur og lausnir. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ætla sér að vinna faglega og láta verkin tala. Ákvörðun meirihlutans um að stofna leikskólaráð er einmitt í takt við þessar hugmyndir. Leikskólaráð fær sérstakan vettvang til að ræða og útfæra m.a. menntunarhlutverk leikskólans, þróun leikskólastigsins, bætta þjónustu við foreldra barna í Reykjavík, tengsl leikskólans við aðra þætti borgarlífsins eins og listasöfn og eldri borgara. Fleiri tækifæri gefast til að styðja við þróunarverkefni og eflingu tengsla skólastiganna. Tíminn sem kjörnir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar hafa til að ræða innra starf og þjónustu við yngri börn margfaldast. Leikskólaráð mun þannig sinna einu mikilvægasta hlutverki borgarinnar, að mennta og tryggja yngstu borgarbúunum öruggt og þroskandi umhverfi. Nú þegar hefur borgarráð samþykkt tillögu meirihlutans um að lækka leikskólagjöld í Reykjavík frá og með 1. september. Námsgjald, sem áður var nefnt kennslugjald, verður lækkað um 25% en auk þess verður veittur 100% systkinaafsláttur af námsgjaldinu með öðru eða fleiri börnum.
Móttækilegir litlir svampar
Börnin okkar soga í sig þekkingu, tungumál, færni og kunnáttu eins og svampar draga í sig vatn. Kennarar og starfsfólk vinna hörðum höndum allan daginn að því að kenna börnum okkar að vera kurteis, að syngja, að læra stafi, að umgangast aðra, að ganga vel um, að borða með hníf og gaffli og ýmsan fróðleik. Allt er þetta að eiga sér stað á meðan foreldrar vinna sína vinnu. Leikskólinn og dagforeldrar tryggja að auki öruggt umhverfi þar sem starfsfólk sinnir börnum annara sem sínum. Þetta eru lífsgæði sem verður að varðveita, efla og tryggja. Nýr borgarstjórnarmeirihluti ætlar sér að gera það.
Leikskólaráð veitir aukin tækifæri
Nýr meirihluti í borgarstjórn leggur mikinn metnað og mikla áherslu á fjölskyldumál og skólamál reykvískra barna. Metnaðarfullar hugmyndir flokkanna um eflingu dagvistarþjónustu við foreldra yngstu barnanna frá því að fæðingarorlofi lýkur og aukinn styrk leikskólans sem fyrsta skólastigið eru efstar á baugi. Áhersla er lögð á val, gæði, árangur og lausnir. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ætla sér að vinna faglega og láta verkin tala. Ákvörðun meirihlutans um að stofna leikskólaráð er einmitt í takt við þessar hugmyndir. Leikskólaráð fær sérstakan vettvang til að ræða og útfæra m.a. menntunarhlutverk leikskólans, þróun leikskólastigsins, bætta þjónustu við foreldra barna í Reykjavík, tengsl leikskólans við aðra þætti borgarlífsins eins og listasöfn og eldri borgara. Fleiri tækifæri gefast til að styðja við þróunarverkefni og eflingu tengsla skólastiganna. Tíminn sem kjörnir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar hafa til að ræða innra starf og þjónustu við yngri börn margfaldast. Leikskólaráð mun þannig sinna einu mikilvægasta hlutverki borgarinnar, að mennta og tryggja yngstu borgarbúunum öruggt og þroskandi umhverfi. Nú þegar hefur borgarráð samþykkt tillögu meirihlutans um að lækka leikskólagjöld í Reykjavík frá og með 1. september. Námsgjald, sem áður var nefnt kennslugjald, verður lækkað um 25% en auk þess verður veittur 100% systkinaafsláttur af námsgjaldinu með öðru eða fleiri börnum.
Móttækilegir litlir svampar
Börnin okkar soga í sig þekkingu, tungumál, færni og kunnáttu eins og svampar draga í sig vatn. Kennarar og starfsfólk vinna hörðum höndum allan daginn að því að kenna börnum okkar að vera kurteis, að syngja, að læra stafi, að umgangast aðra, að ganga vel um, að borða með hníf og gaffli og ýmsan fróðleik. Allt er þetta að eiga sér stað á meðan foreldrar vinna sína vinnu. Leikskólinn og dagforeldrar tryggja að auki öruggt umhverfi þar sem starfsfólk sinnir börnum annara sem sínum. Þetta eru lífsgæði sem verður að varðveita, efla og tryggja. Nýr borgarstjórnarmeirihluti ætlar sér að gera það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Ertu mótfallin/n samræmdum prófum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.