Samgönguvikan

Samgönguvikan 2006 var sett á föstudaginn. Gísli Marteinn setti formlega vikuna með því að segja áhorfendum frá mikilvægi hreins lofts í umhverfinu. Áherslan í ár er sett á aðra valkosti við bílinn enda ekki hægt að halda til streitu bíllausa deginum sem var hálfgerður brandari hér í tíð R-listans.

Í gær var sérstök áhersla á hjólreiðar sem samgöngumáta og því hjóluðu Reykvíkingar og Hafnfirðingar úr hverfunum og hittust svo við tjald í Hljómskálagarðinum. Þar var boðið upp á mat og drykk, hjólaþrautabraut og hjólalistir. Hápunkturinn var að mínu mati hjólreiðamaraþonið sem var haldið í annað sinn og felur í sér alvöru hjólreiðakeppni í kringum Tjörnina. Okkur finnst nú að það megi alveg kalla þetta Tour de Tjörn og festa þetta almennilega í sessi sem árlegan viðburð. Sif Gunnarsdóttir verkefnastjóri á höfuðborgarstofu og ég ákváðum líka að á næsta ári yrðu sérstakar hjólreiðatreyjur sem myndu skarta merki borgarinnar.

Ég fékk að blása af stað hjólreiðakeppnina og hún var ansi skemmtileg. Við stóðum á brúnni á Skothúsveginum og hvöttum 15 hjólreiðakappa áfram af miklum krafti en Íslandsmeistarinn Hafsteinn Geirsson sigraði annað árið í röð (mynd). Það væri verðugt markmið að draga fleiri Reykvíkinga á þennan viðburð og hafa hvatningarhring í kringum Tjörnina á næsta ári. Ekki aðeins til að efla vitund manna á kapphjólreiðum heldur einnig á því hvað það er gaman að hjóla. Mark Twain á að hafa sagt einhvert sinni: ,,Lærðu að hjóla. Þú sérð ekki eftir því ef þú lifir það af". Fulltrúar Hjólreiðafélags Reykjavíkur (HFR) stýrðu keppninni afar vel og vissu nákvæmlega af hverju þyrfti að huga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband