Greiðslur auknar til dagforeldra

Framlög til dagforeldra aukast um 32% 1. janúar 2007.

Þann 1. janúar 2007 eykst framlag Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar með börnum hjá dagforeldrum um 32%. Markmiðið með því að auka framlag til dagforeldra er fyrst og fremst að lækka kostnað foreldra sem nýta sér þjónustu dagforeldra en einnig að tryggja grundvöll fyrir þjónustunni, þ.e. að þjónusta dagforeldra verði áfram til staðar í borginni.

Borgarstjórn samþykkti breytingartillögu leikskólaráðs á fjárhagsáætlun 19. desember sl. þar sem óskað var eftir verulegri hækkun framlaga borgarinnar með börnum sem njóta þjónustu dagforeldra í borginni. Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar HÍ sem gerð var fyrir Menntasvið sýndi að yfir 90% foreldra sem nýta sér þjónustu dagforeldra eru mjög ánægðir með þjónustuna. Dagforeldrar eru mjög mikilvægur liður í þjónustu við foreldra strax eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þrátt fyrir þetta hefur dagforeldrakerfið á undanförnum árum fengið lítinn stuðning borgaryfirvalda. Lítill stuðningur við þetta mikilvæga kerfi undanfarin ár hefur til dæmis leitt af sér 37% fækkun dagforeldra frá árinu 2000.

Miðað er við að þessi aukning framlags til dagforeldra kosti Reykjavíkurborg 85 milljónir á ári. Áhrif þessara breytinga felur í sér að barn hjóna sem er í 8 tíma vistun hjá dagforeldri fær niðurgreiðslu frá Reykjavíkurborg um kr. 31.880 á mánuði en fékk áður kr. 21.600. Niðurgreiðslan hækkar því hjá hjónum og foreldrum í sambúð um kr.10.280 eða um ríflega 110.000 kr. ár ári. Barn einstæðs foreldris og foreldrum sem báðir stunda nám og er í 8 tíma vistun hjá dagforeldri fær niðurgreiðslu frá Reykjavíkurborg um kr. 49.440 á mánuði en fékk áður kr. 33.520. Niðurgreiðslan hækkar því hjá einstæðum foreldrum og foreldrum sem báðir stunda nám um kr. 15.920 eða um 175.000 kr. á ári.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband