Fimmtudagur, 11. janúar 2007
Börn í fararbroddi í Reykjavík (Mbl. 08.01.07)
Í öllum áætlunum nýs meirihluta í borginni er stefnt að því að bæta hag fjölskyldna og barna í borginni. Börn sem njóta þjónustu dagforeldra fá nú 1. janúar auknar niðurgreiðslur frá borginni, annars vegar til þess að lækka álögur á foreldra sem einsýnt var að myndu hækka að óbreyttu á nýju ári og hins vegar til að tryggja þjónustu dagforeldra sem er lykilþáttur í lífi og starfi barnafjölskyldna. Greiðslur með börnum námsmanna og einstæðra foreldra hækka mikið. Dagforeldrakerfið er afar farsælt og mikilvægt og á áfram að vera skýr valkostur fyrir foreldra með ung börn. Því þarf að styrkja þennan valkost á sambærilegan máta og aðra valkosti sem foreldrar geta valið á milli. Það þarf að tryggja þjónustuna og gjöld foreldra þurfa að vera sambærileg á milli ólíkra valkosta dagvistunar. Nýr meirihluti mun áfram leita leiða til þess að tryggja valkosti fyrir foreldra yngstu barnanna í Reykjavík.
Samfylkingin gleymir skjótt
Samfylkingin í borgarstjórn er fljót að gleyma eins og sést á grein Oddnýjar Sturludóttir í Morgunblaðinu sl. mánudag. Hún er sérstaklega fljót að gleyma þeirri þróun sem átti sér stað og endurspeglaðist í því ástandi sem hér ríkti í dagvistarmálum ungra barna í borginni síðastliðin ár, en dagforeldrum hefur fækkað um 40% frá árinu 2000. Í verstu tilfellunum þurftu foreldrar að hætta í starfi eða taka launalaust leyfi til að sinna börnum sínum vegna smánarlegs framlags borgarinnar til dagforeldrakerfisins. Kerfið er afar gott enda eru yfir 90% foreldra mjög ánægðir með þjónustu dagforeldra. Samfylkingin er líka búin að gleyma því að fyrir réttu ári samþykkti hún, í samstarfi við Framsóknarflokkinn og Vinstrihreyfinguna grænt framboð, skilyrðislaust rúmlega 30% aukningu til dagforeldra. Í málefnaáherslum Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar komu heldur ekki fram neinar hugmyndir að breyttri þjónustu dagforeldra eða stofnanavæðingu þeirra. Hækkun fyrrverandi meirihluta var án allra skilyrða af hendi borgarinnar, nákvæmlega eins og Samfylkingin gagnrýnir núverandi meirihluta fyrir. Það er greinilega þægilegt að vera í minnihluta og leyfa sér að kannast ekki við eigin fortíð. Samt var um að ræða sögulega hækkun, því árið 2005 var ástandið orðið þannig að börn hjóna fengu niðurgreiðslu frá borginni að upphæð einungis kr. 13.000 á mánuði fyrir 8 tíma vistun! Eftir aukningu borgarstjórnar til málaflokksins nú 1. janúar 2007 fá hjón 32.000 kr. fyrir 8 tíma vistun og einstæðir foreldrar tæp 50.000 kr. fyrir 8 tíma vistun. Of snemmt er að meta hvernig þessi aukning skiptist á milli foreldra og dagforeldra en þar sem dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi er þeim óheimilt með lögum að samræma gjaldskrá sína. Þó er ljóst að foreldrar eru ekki að fá hækkun á gjöldum hjá dagforeldrum og félag dagforeldra hefur gefið skýr tilmæli til dagforeldra að lækka gjöld á foreldra að einhverju marki.
Leikskólagjöldin í Reykjavík lægst allra
Í dag eru foreldrar í Reykjavík að greiða lægstu gjöldin á landinu og langlægstu gjöldin greiða foreldar sem eru með fleiri en eitt barn í leikskóla. Sérstaklega hefur verið komið til móts við einstæða foreldra og barnmargar fjölskyldur. Sem dæmi má nefna að foreldrar með tvö börn í leikskóla greiða nú rúmlega 20.000 kr. lægri upphæð á mánuði eða sem nemur 220.000 kr. á ársgrundvelli í leikskólagjöld, þrátt fyrir verðlagsbreytingar. Þetta hefur allt gerst á 6 mánuðum og áfram mun nýr meirihluti framkvæma gefin loforð og gott betur.
Samfylkingin gleymir skjótt
Samfylkingin í borgarstjórn er fljót að gleyma eins og sést á grein Oddnýjar Sturludóttir í Morgunblaðinu sl. mánudag. Hún er sérstaklega fljót að gleyma þeirri þróun sem átti sér stað og endurspeglaðist í því ástandi sem hér ríkti í dagvistarmálum ungra barna í borginni síðastliðin ár, en dagforeldrum hefur fækkað um 40% frá árinu 2000. Í verstu tilfellunum þurftu foreldrar að hætta í starfi eða taka launalaust leyfi til að sinna börnum sínum vegna smánarlegs framlags borgarinnar til dagforeldrakerfisins. Kerfið er afar gott enda eru yfir 90% foreldra mjög ánægðir með þjónustu dagforeldra. Samfylkingin er líka búin að gleyma því að fyrir réttu ári samþykkti hún, í samstarfi við Framsóknarflokkinn og Vinstrihreyfinguna grænt framboð, skilyrðislaust rúmlega 30% aukningu til dagforeldra. Í málefnaáherslum Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar komu heldur ekki fram neinar hugmyndir að breyttri þjónustu dagforeldra eða stofnanavæðingu þeirra. Hækkun fyrrverandi meirihluta var án allra skilyrða af hendi borgarinnar, nákvæmlega eins og Samfylkingin gagnrýnir núverandi meirihluta fyrir. Það er greinilega þægilegt að vera í minnihluta og leyfa sér að kannast ekki við eigin fortíð. Samt var um að ræða sögulega hækkun, því árið 2005 var ástandið orðið þannig að börn hjóna fengu niðurgreiðslu frá borginni að upphæð einungis kr. 13.000 á mánuði fyrir 8 tíma vistun! Eftir aukningu borgarstjórnar til málaflokksins nú 1. janúar 2007 fá hjón 32.000 kr. fyrir 8 tíma vistun og einstæðir foreldrar tæp 50.000 kr. fyrir 8 tíma vistun. Of snemmt er að meta hvernig þessi aukning skiptist á milli foreldra og dagforeldra en þar sem dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi er þeim óheimilt með lögum að samræma gjaldskrá sína. Þó er ljóst að foreldrar eru ekki að fá hækkun á gjöldum hjá dagforeldrum og félag dagforeldra hefur gefið skýr tilmæli til dagforeldra að lækka gjöld á foreldra að einhverju marki.
Leikskólagjöldin í Reykjavík lægst allra
Í dag eru foreldrar í Reykjavík að greiða lægstu gjöldin á landinu og langlægstu gjöldin greiða foreldar sem eru með fleiri en eitt barn í leikskóla. Sérstaklega hefur verið komið til móts við einstæða foreldra og barnmargar fjölskyldur. Sem dæmi má nefna að foreldrar með tvö börn í leikskóla greiða nú rúmlega 20.000 kr. lægri upphæð á mánuði eða sem nemur 220.000 kr. á ársgrundvelli í leikskólagjöld, þrátt fyrir verðlagsbreytingar. Þetta hefur allt gerst á 6 mánuðum og áfram mun nýr meirihluti framkvæma gefin loforð og gott betur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Ertu mótfallin/n samræmdum prófum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.