Tillaga í leikskólaráði um svifryk

Á leikskólaráðsfundi var afgreidd tillaga meirihlutans vegna svifryksmála við góðar undirtektir. Undanfarið hefur umræðan um loftmengun verið mjög mikil en að mínu mati í aðeins of miklum véfréttastíl. Ég hvet áhugasama að fylgjast vel með vef Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar þar sem koma fram mjög gagnlegar upplýsingar um stöðu mála, um svifryk og orsakir þess og góðar leiðir til að bæta loftmengun.

Tillagan sem var samþykkt í leiksskólaráði er hér:

Lagt er til að fulltrúar Umhverfissvið og Leikskólasviðs verði í samstarfi vegna umfjöllunar um loftmengun við leikskóla. Þá er lagt til að fulltrúar sviðanna móti tillögur að aðgerðum og samstarfi til að fjölga loftgæðamælingum við leikskóla og auka upplýsingagjöf til leikskólastjóra þegar mengun fer yfir hættumörk. Jafnframt verði lagðar fram hugmyndir til að upplýsa og hvetja foreldra/forráðamenn barna og borgarbúa til ráðstafana sem draga úr loftmengun.

Greinargerð:

Reykjavíkurborg hefur verið í forystu um aðgerðir til að draga úr svifryki og svo mun verða áfram. Til að ná meiri árangri er nauðsynlegt að borg og ríki vinni sameiginlega að markmiðum um minnkun loftmengunar í þéttbýli, borgarbúum og öllum landsmönnum til heilla. Mikilvægt er að fá íbúa höfuðborgarsvæðisins til liðs við Reykjavíkurborg í þeirri viðleitni.

Nýjar rannsóknir sýna að svifryk hefur bein áhrif á lungnaþroska barna.
Þetta eru alvarlegar niðurstöður og gefa tilefni til þess að auka samstarf Leikskólasviðs og Umhverfissviðs. Mikilvægt er að skipuleggja reglulegar mælingar við leikskóla borgarinnar. Stefnt skal að viðameiri mælingum og aðgengilegri upplýsingum til almennings um loftgæði í Reykjavík. Brýnt er að leikskólastjórar og starfsfólk leikskóla fái greinargóðar upplýsingar um eðli loftmengunar og aðgerðir leikskóla þegar mengun fer yfir hættumörk. Þá er ekki síst er mikilvægt að upplýsa foreldra um loftmengun, orsakir hennar og afleiðingar sem og aðgerðir gegn henni.

Þess er óskað að fulltrúar Leikskólasviðs og Umhverfissviðs kynni leikskólaráði tillögur sínar svo leikskólar borgarinnar fái öfluga þjónustu og ítarlegar upplýsingar vegna loftmengunar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband