Mánudagur, 20. nóvember 2006
Eru foreldrar alvondir? : Grein í Fréttablaðinu 19.11.06
Könnunin sýndi að börnin eru að meðaltali 7,4 klst. á dag í skólunum en að foreldrar greiða fyrir dvalartíma sem nemur 8,2 klst. á dag.
Sérfræðingar og jafnvel afar og ömmur hafa að undanförnu viðrað þær skoðanir sínar að íslensk börn séu undir of miklu álagi, foreldrar gefi sér ekki tíma til að sinna þeim og að Ísland sé ekki nægilega barnvænt samfélag. Sitt sýnist hverjum en töluvert skortir á að umræðan sé byggð á staðreyndum eða á reynsluheimi foreldra. Til dæmis er mikið vísað í tölur um að tæplega 90% barna dvelji 8 tíma eða lengur á leikskóla á dag. Leikskólaskrifstofa Reykjavíkurborgar kannaði nýlega í öllum hverfum borgarinnar raunverulegan vistunartíma í leikskólum. Könnunin sýndi að börnin eru að meðaltali 7,4 klst. á dag í skólunum en að foreldrar greiða fyrir dvalartíma sem nemur 8,2 klst. á dag. Engin munur var á vistunartíma eftir aldri og aðeins 3% barna voru í vistun eftir kl. 17. Líklega liggur munurinn á rauntíma og samningstíma í að foreldrar vilji eiga borð fyrir báru með tímann sinn og vilji ekki að leikskólakennarar þurfi ekki að vinna lengur ef eitthvað kemur upp á. Með þessari könnun fengu margir foreldrar sem leggja sig hart fram við uppeldið uppreisn æru enda nær þorri foreldra að samræma ágætlega fjölskyldulíf og starf.
Dvalartími barna í leikskólum hefur vissulega breyst mikið undanfarin ár. Til að mynda voru tæplega 60% barna í heilsdagsvistun árið 1999 en 90% árið 2005. Þessi breyting skýrist ekki nema að litlu leyti af fjölgun barna heldur jókst dvalartími barna samfara auknu framboði heilsdagsplássa. Á tímabilinu 1999-2005 fjölgaði börnum sem sækja leikskóla um 800 þrátt fyrir að íbúum með ung börn í Reykjavík fækki. Við fyrstu sýn virðast þessar tölur skýra vel umræðuna um aukið álag á börnin en ef nánar er rýnt kemur í ljós að á sama tímabili hefur vinnumarkaðurinn ekki breyst mikið. Tölur Hagstofu sýna að atvinnuþátttaka kvenna og karla er sú sama og vinnustundir eru eins hjá konum og aðeins færri hjá körlum. Þær tölur gefa til kynna að einhvers staðar hafi börnin verið í vistun áður en plássum fjölgaði og að jafnvel felist breytingin í að nú sé sýnilegri eða teljanlegri sá tími sem börn eru frá heimili. Hér er þó ekki lagður dómur á hvað sé hinn rétti vistunartími barns í leikskóla eða í vistun enda eru þær ákvarðanir teknar af foreldrunum sjálfum. Í þessu samhengi er þó mikilvægt að nefna að á þessum tíma hefur fagfólki leikskóla fjölgað og umræðan um fagmennsku og menntun í leikskólum blómstrað sem aldrei fyrr. Foreldrar treysta vel gæðum þeirrar umönnunar og menntunar sem er í boði og taka í auknum mæli upplýstar ákvarðanir um þarfir barna sinna út frá hugmyndafræði og fagmennsku skólanna.
Sérfræðingar og jafnvel afar og ömmur hafa að undanförnu viðrað þær skoðanir sínar að íslensk börn séu undir of miklu álagi, foreldrar gefi sér ekki tíma til að sinna þeim og að Ísland sé ekki nægilega barnvænt samfélag. Sitt sýnist hverjum en töluvert skortir á að umræðan sé byggð á staðreyndum eða á reynsluheimi foreldra. Til dæmis er mikið vísað í tölur um að tæplega 90% barna dvelji 8 tíma eða lengur á leikskóla á dag. Leikskólaskrifstofa Reykjavíkurborgar kannaði nýlega í öllum hverfum borgarinnar raunverulegan vistunartíma í leikskólum. Könnunin sýndi að börnin eru að meðaltali 7,4 klst. á dag í skólunum en að foreldrar greiða fyrir dvalartíma sem nemur 8,2 klst. á dag. Engin munur var á vistunartíma eftir aldri og aðeins 3% barna voru í vistun eftir kl. 17. Líklega liggur munurinn á rauntíma og samningstíma í að foreldrar vilji eiga borð fyrir báru með tímann sinn og vilji ekki að leikskólakennarar þurfi ekki að vinna lengur ef eitthvað kemur upp á. Með þessari könnun fengu margir foreldrar sem leggja sig hart fram við uppeldið uppreisn æru enda nær þorri foreldra að samræma ágætlega fjölskyldulíf og starf.
Dvalartími barna í leikskólum hefur vissulega breyst mikið undanfarin ár. Til að mynda voru tæplega 60% barna í heilsdagsvistun árið 1999 en 90% árið 2005. Þessi breyting skýrist ekki nema að litlu leyti af fjölgun barna heldur jókst dvalartími barna samfara auknu framboði heilsdagsplássa. Á tímabilinu 1999-2005 fjölgaði börnum sem sækja leikskóla um 800 þrátt fyrir að íbúum með ung börn í Reykjavík fækki. Við fyrstu sýn virðast þessar tölur skýra vel umræðuna um aukið álag á börnin en ef nánar er rýnt kemur í ljós að á sama tímabili hefur vinnumarkaðurinn ekki breyst mikið. Tölur Hagstofu sýna að atvinnuþátttaka kvenna og karla er sú sama og vinnustundir eru eins hjá konum og aðeins færri hjá körlum. Þær tölur gefa til kynna að einhvers staðar hafi börnin verið í vistun áður en plássum fjölgaði og að jafnvel felist breytingin í að nú sé sýnilegri eða teljanlegri sá tími sem börn eru frá heimili. Hér er þó ekki lagður dómur á hvað sé hinn rétti vistunartími barns í leikskóla eða í vistun enda eru þær ákvarðanir teknar af foreldrunum sjálfum. Í þessu samhengi er þó mikilvægt að nefna að á þessum tíma hefur fagfólki leikskóla fjölgað og umræðan um fagmennsku og menntun í leikskólum blómstrað sem aldrei fyrr. Foreldrar treysta vel gæðum þeirrar umönnunar og menntunar sem er í boði og taka í auknum mæli upplýstar ákvarðanir um þarfir barna sinna út frá hugmyndafræði og fagmennsku skólanna.
Spurt er
Ertu mótfallin/n samræmdum prófum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning