Mánudagur, 30. október 2006
Spennandi vinna í leikskólum
Á hverjum degi er unnið þrekvirki hjá kennurum og starfsmönnum nokkurra leikskóla borgarinnar við að manna deildir þar sem enn vantar 2-3 starfsmenn. í vinnu Þetta þýðir að mikið viðvarandi álag er á starfsmönnum skólanna. Foreldrar hika ekki við að láta mig vita af stöðunni og ég hvet þá til að halda áfram að reiðast mér en ekki kennurum og starfsfólki því að það er að leggja sig 200% fram við að manna þá þjónustu sem þó foreldrar fá.
Það eru engin galdrameðöl til staðar til að manna skólana. Þó eru ýmsar leiðir að settu marki og nú hefur leikskólaráð sett nokkur mál í farveg sem eiga það sameiginlegt að leita leiða til að óska eftir kennurum og starfsfólki út frá þeim ótal þáttum sem gera leikskólann að spennandi vinnustað.
Hver skóli er einstakur
Á nýlegum fundi leikskólaráðs kynnti starfsfólk menntasviðs ráðinu nýjar auglýsingar sem auglýsa eftir starfsfólki út frá einstökum skólum. Skólarnir eru allir einstakir, hafa sínar stefnur og skólanámskrár og hafa á undanförnum árum skapað sér sérstöðu út frá ólíkri hugmyndafræði, umhverfi og/eða námsáherslum. Þegar ég kynnti mér atvinnuauglýsingar leikskólanna sá ég að ótækt var að halda í stefnu fyrrverandi meirihluta um að allir starfsstaðir Reykjavíkurborgar auglýstu eins. Það er ekki hægt að setja svona fjölbreytt kerfi eins og sveitarfélag í þannig spennitreyju. Auðvitað eru leikskólar, grunnskólar, ÍTR, launadeildin og ráðhúsið afar ólíkir starfsstaðir. Með því að auglýsa út frá stefnu og menningu einstakra skóla er hægt að draga fram jákvæðu þætti starfs leikskólakennarans á betri hátt í stað raðauglýsinga sem gefa ekki neinar upplýsingar um starfið.
Langtímaverkefni ekki skammtíma
Mikilvægasta verkefnið og mikilvægt markmið nýs leikskólaráðs er að fjölga fagfólki í leikskólunum. Á síðasta fundi leikskólaráðs var samþykkt tillaga um starfshóp sem hefur það markmið að leiðarljósi og á að vinna að því á tvennan hátt. Í fyrsta lagi á starfshópurinn að leita samstarfs við Kennarasamband Íslands og í samstarfi við félagið að finna samrýmanlegar leiðir til að kynna og styrkja ímynd leikskólarkennarans. Í þessu felst almenn kynning á starfi kennarans og þeim grunni sem það byggir á. Í öðru lagi á starfshópurinn að setja upp tímasetta áætlun um aðgerðir til að skýra hvaða leiðir og möguleikar eru í boði og þurfa að vera í boði fyrir einstaklinga sem vilja mennta sig í leikskólafræðum.
Ég miða við að á næsta reglulega fundi leikskólaráðs verður skipað í hópinn. Margar góðar hugmyndir liggja fyrir og fleiri fæðast eflaust. Það sem er mikilvægast að muna í þessu er að góðir hlutir gerast hægt. Það tekur tíma að fá fleiri einstaklinga í fagmenntun en með markvissri vinnu ættu fleiri að velja starf leikskólakennarans.
Það eru engin galdrameðöl til staðar til að manna skólana. Þó eru ýmsar leiðir að settu marki og nú hefur leikskólaráð sett nokkur mál í farveg sem eiga það sameiginlegt að leita leiða til að óska eftir kennurum og starfsfólki út frá þeim ótal þáttum sem gera leikskólann að spennandi vinnustað.
Hver skóli er einstakur
Á nýlegum fundi leikskólaráðs kynnti starfsfólk menntasviðs ráðinu nýjar auglýsingar sem auglýsa eftir starfsfólki út frá einstökum skólum. Skólarnir eru allir einstakir, hafa sínar stefnur og skólanámskrár og hafa á undanförnum árum skapað sér sérstöðu út frá ólíkri hugmyndafræði, umhverfi og/eða námsáherslum. Þegar ég kynnti mér atvinnuauglýsingar leikskólanna sá ég að ótækt var að halda í stefnu fyrrverandi meirihluta um að allir starfsstaðir Reykjavíkurborgar auglýstu eins. Það er ekki hægt að setja svona fjölbreytt kerfi eins og sveitarfélag í þannig spennitreyju. Auðvitað eru leikskólar, grunnskólar, ÍTR, launadeildin og ráðhúsið afar ólíkir starfsstaðir. Með því að auglýsa út frá stefnu og menningu einstakra skóla er hægt að draga fram jákvæðu þætti starfs leikskólakennarans á betri hátt í stað raðauglýsinga sem gefa ekki neinar upplýsingar um starfið.
Langtímaverkefni ekki skammtíma
Mikilvægasta verkefnið og mikilvægt markmið nýs leikskólaráðs er að fjölga fagfólki í leikskólunum. Á síðasta fundi leikskólaráðs var samþykkt tillaga um starfshóp sem hefur það markmið að leiðarljósi og á að vinna að því á tvennan hátt. Í fyrsta lagi á starfshópurinn að leita samstarfs við Kennarasamband Íslands og í samstarfi við félagið að finna samrýmanlegar leiðir til að kynna og styrkja ímynd leikskólarkennarans. Í þessu felst almenn kynning á starfi kennarans og þeim grunni sem það byggir á. Í öðru lagi á starfshópurinn að setja upp tímasetta áætlun um aðgerðir til að skýra hvaða leiðir og möguleikar eru í boði og þurfa að vera í boði fyrir einstaklinga sem vilja mennta sig í leikskólafræðum.
Ég miða við að á næsta reglulega fundi leikskólaráðs verður skipað í hópinn. Margar góðar hugmyndir liggja fyrir og fleiri fæðast eflaust. Það sem er mikilvægast að muna í þessu er að góðir hlutir gerast hægt. Það tekur tíma að fá fleiri einstaklinga í fagmenntun en með markvissri vinnu ættu fleiri að velja starf leikskólakennarans.
Spurt er
Ertu mótfallin/n samræmdum prófum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning