Gagnrýni stjórnar leikskólakennara í Reykjavík

Leikskólakennarar í Reykjavík hafa sent frá sér ályktun þar sem þeir gagnrýna ákvörðun meirihlutans í borgarstjórn að skipta menntaráði upp í tvö ráð fyrir leik- og grunnskóla. Mér þykir miður að þeir hefji samstarfið svona án þess að hafa samband við mig eða Júlíus til að fá nánari upplýsingar um markmið okkar. Ályktunin dregur fram forsendur gagnrýninnar sem fela í sér að þetta sé yfirlýsing um að fallið sé frá því markmiði að tengja saman leikskóla og grunnskóla.

Þetta er fjarri lagi. Mér þykir afar leitt að kennarar treysti ekki betur hugmyndum okkar um leikskólastigið og þeim metnaðarfullu tillögum sem lagðar voru fram í kosningabaráttunni varðandi skólamál. Ég get ekki séð af hverju ekki er hægt að vinna áfram að góðri uppbyggingu og verkefnum án þess að kennarar hafi miklar skoðanir á skipulagi stjórnkerfisins. Ég hef sagt við þá sem hafa velt þessu fyrir sér að ég sjái ekki betur en að ég fái tækifæri til að auka snerpu og fjölga málum sem hægt er að vinna að. Í nýjustu ályktun félags leikskólakennara er skýrt kveðið á um mörg verkefni sem enn á eftir að vinna að til að bæta umhverfi og aðbúnað leikskólans.

Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hugsa sér stóra hluti er varða leiksskólastigið og aðra þjónustu við yngstu börnin. Ákvörðunin um að skipta menntaráði upp er tekin annars vegar út frá þeim mörgu og mikilvægu verkefnum sem flokkarnir hafa sett á oddinn á kjörtímabilinu til að bæta þjónustu við yngstu Reykvíkingana og hins vegar vegna fenginnar reynslu í menntaráði þar sem málefni yngstu barnanna hafa fengið of litla umfjöllun í mjög svo stóru fagráði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband