Borgarstjóri breytir um stefnu

Í kvöld birtist á RÚV frétt um að borgarstjóri hefði áhyggjur af Úlfljótsvatnsmálinu svokallaða. Það er áhugavert að nú fyrst hafi Steinunn skoðun á málinu því að Samfylkingin í Reykjavík hefur samþykkt málið frá upphafi, síðast í síðustu viku á stjórnafundi OR. Í fréttinni kemur fram að Steinunn vilji byggð á þessu svæði en ekki svona þétt. Það sem hún veit líklega ekki er að 600 húsa byggð er akkúrat talan sem þarf af húsum til að verkefni beri arð. Hún veit líklega heldur ekki að nú þegar er búið að selja landið inn í einkahlutafélag og skv. samþykktum félagsins lækkar hlutur OR í félaginu ef að færri hús verða byggð.

Flott að kíkja á málið þegar það er of seint Steinunn!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband