Fimmtudagur, 25. maí 2006
Biðin styttist
Spennan eykst með hverjum deginum og biðin eftir laugardeginum er að verða búin. Ég hlakka mikið til kosninganæturinnar og mig grunar að spennan haldist langt fram eftir nóttu. Umræða oddvita listana á NFS var ágæt í kvöld þó að ég skólamanneskjan blóti því alltaf að ekki sé verið að ræða um önnur málefni en hús og flugvelli. Mér finnst óskiljanlegt að skólamál til dæmis séu aldrei á dagskrá. Fréttablaðið var með mýmargar spurningar til frambjóðenda í blaðinu í dag og ekki eina spurningu um skólamál. Samt er mest aðkallandi fyrir framtíð landsins að leik- og grunnskólar séu á heimsmælikvarða.
Er fólk svona hrætt við að hafa ólíkar skoðanir á skólamálum af því að allir eru pólitískt réttþenkjandi eða erum við enn í að byggja landið með steypu?
Ég er með margar spurningar um skólamál sem ég hefði viljað fá svar við frá R-listanum. Til dæmis hvort að menntasvið ætli áfram að stefna að því að gera skóla veggjalausa, hvaða úrræði þeir ætli að veita börnum með hegðunarvanda (og foreldrum þeirra), hvort að skólastjórar þurfi að hafa sérdeildir í skólunum sínum eður ei, hvort að bráðgerum börnum sé boðin sérstök þjónusta eins og þeim sem eru með sértæka erfiðleika í skólum, hvort ekki eigi að aðstoða sérstaklega skóla sem eru í erfiðari hverfum eða með hlutfallslega hátt hlutfall af börnum sem þurfa sérstaka aðstoð, hvernig mat á skólastarfi fer fram og hvort að foreldrar eigi áfram (sem ófaglærðir skólamenn) að stýra skólunum að ofan fremur en sem hjálparkokkur kennarans um betra skólastarf.
Allar þessar spurningar verða að verkefnum til að leysa ef vel gengur á laugardaginn. Ég vona að Reykvíkingar kjósi breytingar - því skólarnir eru grunnurinn að því samfélagi sem við byggjum.
Er fólk svona hrætt við að hafa ólíkar skoðanir á skólamálum af því að allir eru pólitískt réttþenkjandi eða erum við enn í að byggja landið með steypu?
Ég er með margar spurningar um skólamál sem ég hefði viljað fá svar við frá R-listanum. Til dæmis hvort að menntasvið ætli áfram að stefna að því að gera skóla veggjalausa, hvaða úrræði þeir ætli að veita börnum með hegðunarvanda (og foreldrum þeirra), hvort að skólastjórar þurfi að hafa sérdeildir í skólunum sínum eður ei, hvort að bráðgerum börnum sé boðin sérstök þjónusta eins og þeim sem eru með sértæka erfiðleika í skólum, hvort ekki eigi að aðstoða sérstaklega skóla sem eru í erfiðari hverfum eða með hlutfallslega hátt hlutfall af börnum sem þurfa sérstaka aðstoð, hvernig mat á skólastarfi fer fram og hvort að foreldrar eigi áfram (sem ófaglærðir skólamenn) að stýra skólunum að ofan fremur en sem hjálparkokkur kennarans um betra skólastarf.
Allar þessar spurningar verða að verkefnum til að leysa ef vel gengur á laugardaginn. Ég vona að Reykvíkingar kjósi breytingar - því skólarnir eru grunnurinn að því samfélagi sem við byggjum.
Spurt er
Ertu mótfallin/n samræmdum prófum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning