Reykviskir kvenleiðtogar

Það var óneitanlega ánægjulegt að líta yfir fullan sal af konum á Grand hótel í dag á Leiðtoganámskeiði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Þarna voru samankomnar hátt í 300 konur til að hlýða saman á frábæra fyrirlesara um leiðtogafræði, tengslanet, og aðferðir til að hugsa stórt og hugsa öðruvísi. Ásdís Halla reið á vaðið, síðan Sigríður Snævarr, þá Auður Eir, Hulda Dóra og Guðfinna rektor HR. Allar með frábæra fyrirlestra og það mun taka þó nokkurn tíma að melta allt það sem þarna kom fram.

Það er alveg magnað hvað konur eru miklar hópsálir. Við söfnumst saman í stórum hópum og þrífumst vel á svona fundum eins og sá sem haldinn var í dag. En stundum finnst mér eins og við séum bara frekar og ákveðnar á heimilunum. Þurfa konur ekki að taka þá ráðdeild og það skipulag sem flestar stjórna heima við og nýta betur á vinnumarkaðinum. Þurfum við ekki að gefa meira eftir heima við og hætta að vera með fullkomnunaráráttu um að allt þurfi að ganga upp. Eða gefa meira eftir á vinnumarkaði. Allir fyrirlesararnir voru að minnsta kosti sammála um eitt - að sú kona finnist ekki þar sem allt gengur fullkomnlega hjá. Hættum því að leika þann leik og gerum okkur grein fyrir að það er ekki hægt að vera alls staðar, með fínt heimili og fljúgandi flott djobb án þess að eitthvað bresti. Setjum okkur markmið í vinnu, leik og fjölskyldu og höfum þau raunhæf til að þau gangi saman.

Ánægjulegur dagur í dag. Nú er ég samt orðin frekar lúin og ætla snemma í háttinn. Góða nótt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband