Ljóshærða fólkið?

Egill er með skemmtilegar pælingar á Vísi.is um kosningarnar. Hann bendir á að í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík séu margir ljóshærðir og í Samfylkingunni dökkhærðir. Ég verð nú samt að benda Agli á að samanburður á ljósi hári Júlíusar við t.d. mitt á myndinni er verulega varhugaverður ;)

Þetta er skemmtileg pæling og gaman að tengja við niðurstöður VR launakönnunar þar sem í ljós kemur að þeir sem eru dökkhærðir séu með hærri laun en þeir ljóshærðu. Þetta minnir aðeins á fléttulistahugsunina og þá gagnrýni sem hægri menn hafa sett fram um að kvótahugsun feli í sér miklu meira en kynjajafnrétti. Huga þyrfti að aldri, bakgrunni, uppruna og fleiru þegar að búið er að réttlæta kvótahugsun í eitt sinn. Kannski líka háralitskvóti svo þetta sé ekki of arískt?

Þá komum við líka að konum og körlum en það er gaman að segja frá því að í 10 efstu sætunum á báðum listum er jafnt hlutfall kvenna og karla. Það er mjög jákvætt og sérstaklega þar sem hlutfallið er alls ekki svona gott í bæjarstjórnum yfir landið. Kannski verða hlutföllin ekki svona þegar talið er upp úr kjörkössunum, en líklegt er að hlutfall kynja þeirra 15 sem verða kjörnir í borgarstjórn verði nokkuð nærri lagi. Þetta er spáin mín að verði niðurstaðan þessa dagana þó ég taki fram að litlu flokkarnir eru alveg óljós stærð ennþá. Miðað við þessa spá verða 8 borgafulltrúar konur og 7 karlar. Í raun eru það einungis litlu flokkarnir sem gætu skekkt þetta hlutfall því Framsókn hefur aðeins möguleika á fyrstu tveimur sætunum í besta falli og það eru karlar. Vinstri grænir er með karl í 2.sæti en Frjálslyndir (sem ég spái að nái ekki inn manni) er með konu, Margréti Sverris, í 2.sæti. Næsti maður inn hjá Samfylkingu er Sigrún Elsa.

X D (8):
Vilhjálmur, Hanna Birna, Gísli Marteinn, Kjartan Magnússon, Júlíus Vífill, Þorbjörg Helga, Jórunn, Sif, (Bolli)

X S (5):
Dagur, Steinunn Valdís, Stefán Jón, Björk og Oddný Sturludóttir, (Sigrún Elsa)

X F (0)

X V (1):
Svandís, (Árni Þór)

X B (1):
Björn Ingi (Óskar Bergsson)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband