Heimdallur :D

Heimdallur kynnir kl. 15.00 í dag stefnu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarmálum. Að auki verða sérstaklega kynntir til leiks ungir sjálfstæðismenn sem eru á listanum fyrir kosningarnar.

Á sama tíma ætlar Samfylkingin að kynna sína stefnu, það verður spennandi að sjá áherslumálin þeirra. Fyrir fjórum árum vorum við Sjálfstæðismenn á undan að kynna okkar stefnu og ég er fegin að við séum á eftir núna. Það er erfitt að fá holskefluna af gagnrýni eftir að hópurinn hefur unnið daga og nætur að því að skrifa og tala við fólk um hitt og þetta efni. Hins vegar er að sama skapi erfitt að koma með sömu hugmyndirnar á eftir, sem eru góðar óháð því hver segir frá þeim, og fá ekki neina athygli á þær. Við sjáum til.

Auglýsingar Samfylkingarinnar eru ansi látlausar og hafa mikinn texta. Þær eru svolítið ,,menntaðar". Það er líklega stefnan, að ná til sín hámenntaða háskólafólkinu. Ég verð þó að segja að Dagur er að reyna aðeins of mikið að skera sig frá Vilhjálmi í blaðinu í dag. Það er eitt að undirstrika fjölskylduímyndina sína en annað að birta myndir af börnunum sínum í kosningabaráttu. Þetta er umdeilt í prófkjörum enda hefur það ekkert með pólitísk viðhorf einstaklinga að gera hvernig fjölskyldan lítur út. Ég vona að það verði ekki of mikið af þessu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband