Víkingur þarf betri aðstöðu

Við í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna erum að hitta á ýmsa aðila þessa dagana. Ég sem Fossvogsbúi snaraði mér að sjálfsögðu með til að heimsækja Víkinga í Grófinni. Það er sorglegt að sjá hversu litla aðstoð svona sterkt félag hefur fengið til að mæta þeirri ásókn sem er í fótboltann hjá þeim. Skíðadeild Víkings er greinilega gríðarlega sterk og virðist vera sátt við flutningin frá Kolviðarhóli til Bláfjalla. Knattspyrnudeildin þarf nauðsynlega á gervigrasvelli að halda og það er með ólíkindum að ekki sé búið að koma því máli lengra eftir svona mörg ár.

Foreldrar í hverfinu segja ótrúlega fráhrindandi að þurfa alltaf að keyra börnin sín á æfingar í önnur hverfi ef þau æfa knattspyrnu. Aðstaðan er það bagaleg að mörg börn fara aldrei á æfingar í Víkinni. Hvers konar stefna er þetta? Er þetta ekki til að auka á akstur hjá foreldrum og draga úr virkni iðkenda? Stefnan á að vera að fjölga iðkendum í hverfum þannig að allir geti á auðveldan hátt komist í íþróttir í hverfinu sínu. R-listinn hefur ekki verið með nægilega skýra stefnu í íþróttamálum. Það endurspeglaðist í viðtali við einn af oddvitum flokksbrota R-listans, Árna Þór, þegar hann sagðist vilja skera niður í íþróttamálum til að mæta ókeypis hinu og þessu í kerfinu. Það verður gaman að vita hvaða Reykvíkingar eru tilbúnir til að fórna hreyfingu fyrir heitan mat í hádeginu?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband