Fossvogurinn þungamiðja búsetu

Þetta rakst ég á í dag á mbl.is. Þetta er mjög áhugaverð mynd hér til hliðar vegna þess að þetta sýnir að ný íbúðarsvæði eru meira og minna í austurátt frá borginni. Áður hafa nágrannasveitarfélögin í suðri verið að byggja hratt og mikið og því hafði miðjan verið að nálgast Kópavog. Þessi beygja bendir til þess að nýjar íbúðabyggðir í Reykjavík séu að breyta búsetumiðjunni og ef af verður að 20.000 manna byggð byggist í Úlfarsfelli eins og R-listinn hefur boðað þá verður línan líklega fljót að nálgast Ártúnsbrekkuna.

Við fórum tvö á lista borgarstjórnarflokksins í bíltúr upp í Úlfarsfellsdal um daginn og litum á svæðið sem byggja á eitt stykki Kópavog. Ég verð að viðurkenna að mér féllust alveg hendur og það fyrsta sem kom í hugann var hvernig þessir íbúar ætluðu að ferðast til og frá vinnu. Ekki tekur Ártúnsbrekkan meiri umferð því hún er byggð fyrir 80.000 bíla á sólarhring en í dag fara þarna um 83.000 bílar. Ekki mun Sundabraut anna þessari umferð á næstu árum ef R-listaflokkarnir fá áfram að ráða. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar vill t.d. Sundabraut með tveimur brautum. Það er eins og að leggja til að byggja eigi einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins. Og ekki munu þessir íbúar hjóla í Úlfarsfellið.

Hitt sem sló mig verulega var sýnin sem blasti við mér í austurhlíð Grafarholtsins. Nýja byggðin þar minnti helst á gamla borg í austur Evrópu. Gráar blokkir og ekkert nema blokkir þöktu hlíðina.

Ég hvet áhugasama Reykvíkinga til að fara í bíltúr þarna í páskafríinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband