10 lóðir eftir í Úlfarsfelli

Stefán Jón Hafstein sagði á Hrafnaþingi í dag að einbýlishúsalóðirnar sem boðnar voru upp um daginn í Úlfarsfelli hefðu ekki allar gengið út. Þetta er frétt sem miðlarnir misstu alveg af í dag. Það er jú saga til næsta bæjar þegar að borgin klúðrar útboði sínu, hættir við að láta hæstbjóðanda fá lóðirnar og kemur þeim svo ekki öllum í verð. Stefán Jón sagði þetta endurspegla það að það væri nóg af lóðum í Reykjavík. En mér er spurn, var öllum þeim sem buðu í lóðirnar boðin lóðin óháð verðtilboði eða setti borgin gólf? Var verktakanum sem fékk synjun á allar lóðir nema eina (mér skilst þó að eiginkona hans hafi fengið aðra) boðið að kaupa þessar lóðir? Hvernig ætlar borgin að standa að næsta útboði? Mínar heimilir herma að fyrir 2 vikum hafi lóðaverðtilboðin verið komin undir 10 milljónum. Þetta mál er allt hið áhugaverðasta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband