Miðvikudagur, 29. mars 2006
Hvar vil ég eldast?
Áherslur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir vel heppnað prófkjör í haust voru skýrar. Frambjóðendur voru á einu máli um að vinna skuli af heilindum og af framkvæmdagleði við að bæta það umhverfi og þá þjónustu sem við bjóðum eldri Reykvíkingum. Þeir sem eldri eru eiga það skilið frá okkur sem yngri erum að tryggt sé að raunverulegt val um eigin búsetu og fjölbreytta valkosti í þjónustu, aðstöðu og umhverfi. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gjörbreyta þjónustu Reykjavíkurborgar við eldri borgara og hefur nú kynnt áherslur sínar í málaflokknum.
Áhersla á valkosti
Sjálfstæðismenn standa fyrir hugmyndum um fjölbreytta valkosti og jafnan rétt einstaklinga að þjónustu þess opinbera. Þessi hugmyndafræði er grundvöllur ákvarðanatöku í öllum málaflokkum, jafnt í þjónustu við unga Reykvíkinga og við eldri Reykvíkinga. Í Reykjavík ætla Sjálfstæðismenn að leggja áherslu á að eldri borgurum verði gert kleift að búa á eigin heimili svo lengi sem þeir kjósa með því að efla og samræma heimaþjónustu og heimahjúkrun. Fyrir þá sem eru tilbúnir til að yfirgefa heimili sitt eða þurfa meiri aðstoð leggjum við áherslu á aukið val um búsetukosti fyrir eldri borgara við gerð skipulags. Mikilvægt er að hefjast strax handa við að því að tryggja einstaklingum með afar brýna þörf fyrir þjónustuíbúð eða hjúkrunarrými viðeigandi úrræði í góðri samvinnu við ríkið, sjálfseignarstofnanir, samök eldri borgara, sjúkrasjóði og lífeyrissjóði. Staðan í dag er hreinlega óviðunandi.
Áhersla á fjölbreytni
Eldri Reykvíkingar eiga að hafa sama val og aðrir Reykvíkingar um fjölbreytta búsetukosti. Hefja þarf undirbúning að því að hjúkrunarheimili, þjónustuíbúðir, leiguíbúðir og almennar íbúðir verði byggðar í hverfum og stuðla þannig að því að hjón og sambýlisfólk geti búið saman eða með börnum sínum. Draga þarf úr stofnanatilfinningu og falla frá hugmyndum um sérstök þorp fyrir aldraða. Fremur þarf að berjast gegn sundrung og einangrun einstaklinga og fjölskyldna með því að búsetukostir séu á ólíkum stöðum í hverfum. Samfara því þarf að efla félagsstarf og aðkomu einkaaðila að ýmissri þjónustu. Málshátturinn hvað ungur nemur gamall temur ætti að vera til hliðsjónar til að ýta undir aukin samskipti kynslóðanna.
Horfum til framtíðar og vinnum að úrbótum
Íslendingar þurfa að hugsa til framtíðar og ímynda sér framtíð sína sem eldri borgarar. Þeir sem eldri eru eiga skilið að þessi framtíðarsýn sé sett í framkvæmd strax í dag. Reykjavík hefur sem sveitarfélag lagaskyldu um að eiga frumkvæði að uppbyggingu stofnana eða því hvaða aðili skuli vera ábyrgur fyrir því að þessi þjónusta sé fyrir hendi. Stefnumótun með hagsmunaaðilum er tímabær og nauðsynleg til þess að hefja áætlanagerð um búsetukosti fyrir eldri borgara. Við stefnumótun þarf að taka mið af ólíkum fjárhagslegum, félagslegum og heilsufarslegum þörfum og aðstæðum aldraðra. Öll úrræði á hverju þessara sviða skulu saman miða að því að aldraðir geti búið sem lengst á eigin heimili. Tryggjum öldruðum frelsi til að velja í Reykjavík.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning