Felum ekki byggðamarkmið í nýsköpunarorðinu

Ég verð að segja eins og er að ég hélt að þetta hefði bara verið hugdetta hjá Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra að sameina þessar stofnanir þrjár eins og lesa má hér. Mér finnst byggðastefnupólitík Framsóknarflokksins hafa fengið allt of mikið vægi undanfarin ár og síðan kemur þetta. Ég er ættuð af Sjávarborg í Skagafirði þarna rétt fyrir utan Sauðárkrók þannig að erfitt er að saka borgarpólitíkusinn um eitthvað. En þetta er bara of mikið og ég hef bara því miður ekki trú á að þessar stofnanir muni blómstra á Sauðárkróki frekar en í Reykjavík. Í fréttatilkynningunni segir:

,,Hér er mörkuð framsækin nýsköpunar-, atvinnu- og byggðaþróunarstefna og jafnframt stuðlað að hagræðingu í ríkisrekstri með því að fækka opinberum stofnunum og sjóðum sem í mörgum tilvikum eru að fást við svipuð verkefni."

Gott og vel, Sjálfstæðismenn kaupa þetta. Stærri spurningar sitja þó eftir, t.d. hvernig hagræðing á sér stað þegar ekki á að segja neinum upp? Og hvernig nýsköpunarhlutverk hinnar nýju stofnunar á að vera uppfyllt 4 klukkustunda ökufjarlægð frá öflugri háskólum landsins og framtíðar vísindaþorpi í Vatnsmýrinni? Og hvað með höfðuborgina, á alltaf endalaust að sitja hjá og segja pass í svona málum. Eru allir í félagslegri rétthugsun og enginn segir neitt þegar stórar stofnanir eru fluttar úr höfðuborginni? Ég mótmæli sem Reykvíkingur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband