Stofnfundur AFA

Ég og Atli sonur minn skunduðum í Hafnarfjörðinn í gær til að vera viðstödd stofnfund AFA, aðstaðdendafélags aldraðra. Ég skráði mig stolt í félagið og ber miklar vonir til þess að þetta félag sinni af heilindum og krafti stefnumálum sínum sem öll miða að því að fara að framkvæma og koma úrræðum í framkvæmd fyrir eldri borgarana okkar.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti okkar í Reykjavík á glæsta sögu að baki þegar þessi málaflokkur er skoðaður því hann hefur verið drifkraftur í málefnum eldri Reykvíkinga öll þau ár sem hann hefur verið í borgarstjórn. Hann hefur líka þekkingu á málaflokknum í gegnum stjórnarsetu sína á hjúkrunarheimilum eins og Eir. Ég heimsótti nokkur hjúkrunarheimili í prófkjörinu og varð sannfærðari við þær heimsóknir um nauðsyn þess að setja málefni eldri borgara á oddinn. Hann Atli minn sem er nýorðinn 6 ára kom með mér á Hrafnistu í heimsókn í haust. Það situr í mér margt úr þeirri heimsókn sem ég mun geta nýtt í málefnavinnu en sérstaklega sá ég hvað gladdi marga að sjá litla strákinn valhoppandi þarna um. Auðvitað er gaman fyrir alla að sjá börnin glöð og saklaus. Af hverju erum við ekki meira að hugsa í samfélögum frekar en stofnunum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband