Skýr munur á afstöðu til Evrópusambandsins

Ný skoðanakönnun Gallup (sem var kynnt í fréttum NFS kl. 12.00) sýnir að skýr munur er á milli stjórnmálaflokka gagnvart mögulegri aðild Íslands að Evrópusambandinu og Evrunni. Næstum 60-70% Samfylkingarinnar er hlynntur aðild að Evrópusambandinu, 50% framsóknarmanna og 30% af fylgismönnum VG og Sjálfstæðisflokksins.

Þetta er dálítið fyndin niðurstaða í ljósi þess að formaður Samfylkingarinnar og Jón Baldvin Hannibalsson voru nýlega með blaðamannafund þar sem þau kynntu hugtakið Sjálfstæða utanríkisstefnu. Ég tek undir mikilvægi þess að umræða þurfi að hefjast um hvaða varnir Íslendingar telji mikilvægar en sjálfstæð utanríkisstefna verður hún ekki samfara aðild að Evrópusambandinu. Langt í frá.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband