Fimmtudagur, 16. mars 2006
Íslenski grunnskólinn einn af 5 bestu?
Mikil umræða hefur verið að undanförnu um það háleita markmið rektors HÍ að koma Háskóla Íslands í röð 100 bestu háskóla heims. Þetta markmið er góð leið til að ræða stöðu háskóla landsins sem hafa undanfarin 10 ár stækkað hratt og orðið miðstöðvar grósku og nýsköpunar. Auðskiljanlegt markmið sem þetta hefur sárlega vantað í umræðu um skólamál og þá sérstaklega er varðar grunnskólastigið.
Grunnskólinn á Íslandi hefur farið í gegnum miklar breytingar á síðustu 10 árum og kennarar átt fullt í fangi með að taka við hinum ýmsu verkefnum. Grunnskólinn var færður frá ríki til sveitarfélaga, skólar urðu einsetnir, rúmlega 2.300 kennslustundir hafa bæst við, nýjar námskrár hafa verið innleiddar og ýmis forvarnarverkefni og hugmyndafræði hafa fest sig í sessi. Á sama tíma hefur grunnskólunum verið gert að innleiða sjálfsmat og að setja sér markmið fram í tímann. Allir þessir þættir eru breytingar sem við teljum hafa leitt til betra skólakerfis. Þó er þetta mat okkar að mestu byggt á tilfinningu og minnst á rannsóknum eða mati á árangri.
Alþjóðlegt mat til staðar
Efnahags og framfarastofnunin (OECD) er sú stofnun sem veitir ítarlegastar upplýsingar um stöðu landsins miðað við önnur aðildarlönd í efnhagsmálum og skólamálum. Á vettvangi OECD er að finna PISA könnunina en niðurstöður hennar gera okkur kleift að bera saman árangur íslenskra grunnskólabarna við önnur börn í aðildarríkjum OECD í lestri, stærðfræði og vísindalæsi. Ísland er og verður þátttakandi í könnuninni og skólafólk og stjórnvöld hafa litið á niðurstöður PISA sem greinargóðar og nýtilegar upplýsingar. Ekki er vitað til þess að sveitarfélög hafi nýtt sér með formlegum hætti þessar upplýsingar til umbóta.
Ísland tekur á þessu ári þátt í PISA rannsókninni í þriðja sinn. Taflan sýnir hvernig árangur Íslands hefur verið í samanburði við önnur OECD ríki. Af henni er hægt að lesa að árangur Íslands er í meðaltali OECD ríkjanna og að litlar framfarir hafi átt sér stað á milli mælinga.. Hins vegar er hægt út frá þessum niðurstöðum að setja fram markmið um betri árangur í framtíðarkönnunum PISA og nýta þannig dýrmætar upplýsingar sem fást úr þessum rannsóknum til umbóta. Til dæmis er hægt að sjá í skýrslum PISA að íslenskir nemendur standa sig afar vel í tölfræðihluta stærðfræðinnar og að hlutfallslega fáir nemendur eru í besta námsmannahópnum miðað við önnur OECD ríki. Skýr markmið um betri árangur í þeim þáttum sem verið er að kanna hverju sinni er góð leið til þess að nýta jafn ítarlegar upplýsingar og PISA könnunin gefur.
Mikil aukning fjármagns til grunnskólans
OECD setur fram mikilvægar athugasemdir í nýjustu skýrslu stofnunarinnar á stöðu efnahags- og framfaramála á Íslandi. Þar er meðal annars bent á að íslenska menntakerfið allt og þá sérstaklega að grunnskólinn fái hærra hlutfall af vergri landsframleiðslu en næstum öll önnur OECD löndin. Í skýrslunni er bent á að enn eigi þetta aukna fjármagn í skólakerfinu eftir að skila betri árangri í alþjóðlegum samanburðarkönnunum en að árangur Íslands í PISA sé ekki sem stendur í samhengi við fjárframlög til menntamála. Einnig varpa þeir fram þeirri spurningu hvort að tilfærsla grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga hafi bætt gæði skólastarfs.
Ísland
Pisa 2000 (29 lönd) Pisa 2003 (27 lönd)
Meðaltal Staða Meðaltal Staða
lestur 507 11.-16. sæti 492 14.-20. sæti
stærðfræði 514 11.-16. sæti 515 10.-13. sæti
vísindalæsi 496 14.-20.sæti 495 16.-19. sæti
Setjum háleit markmið
Umræðan um árangur íslenska grunnskólans má ekki vera meira feimnismál en árangur annarra skólastiga. Stjórnvöld og skólafólk þurfa að vera samstíga og óhrædd við að að setja viðmið um árangur skólastarfs til viðbótar við hefðbundin próf, sjálfsmat og samræmd próf. . Markmiðin verða að vera skýr og endurspegla raunhæf skref að settu marki. Íslenska grunnskólakerfið á að vera á heimsmælikvarða og Íslendingar eiga að sameinast um það markmið að Ísland raði sér meðal fimm efstu þjóða OECD í náinni framtíð.
Greinin birtist í Morgunblaðinu 16. mars 2006
Grunnskólinn á Íslandi hefur farið í gegnum miklar breytingar á síðustu 10 árum og kennarar átt fullt í fangi með að taka við hinum ýmsu verkefnum. Grunnskólinn var færður frá ríki til sveitarfélaga, skólar urðu einsetnir, rúmlega 2.300 kennslustundir hafa bæst við, nýjar námskrár hafa verið innleiddar og ýmis forvarnarverkefni og hugmyndafræði hafa fest sig í sessi. Á sama tíma hefur grunnskólunum verið gert að innleiða sjálfsmat og að setja sér markmið fram í tímann. Allir þessir þættir eru breytingar sem við teljum hafa leitt til betra skólakerfis. Þó er þetta mat okkar að mestu byggt á tilfinningu og minnst á rannsóknum eða mati á árangri.
Alþjóðlegt mat til staðar
Efnahags og framfarastofnunin (OECD) er sú stofnun sem veitir ítarlegastar upplýsingar um stöðu landsins miðað við önnur aðildarlönd í efnhagsmálum og skólamálum. Á vettvangi OECD er að finna PISA könnunina en niðurstöður hennar gera okkur kleift að bera saman árangur íslenskra grunnskólabarna við önnur börn í aðildarríkjum OECD í lestri, stærðfræði og vísindalæsi. Ísland er og verður þátttakandi í könnuninni og skólafólk og stjórnvöld hafa litið á niðurstöður PISA sem greinargóðar og nýtilegar upplýsingar. Ekki er vitað til þess að sveitarfélög hafi nýtt sér með formlegum hætti þessar upplýsingar til umbóta.
Ísland tekur á þessu ári þátt í PISA rannsókninni í þriðja sinn. Taflan sýnir hvernig árangur Íslands hefur verið í samanburði við önnur OECD ríki. Af henni er hægt að lesa að árangur Íslands er í meðaltali OECD ríkjanna og að litlar framfarir hafi átt sér stað á milli mælinga.. Hins vegar er hægt út frá þessum niðurstöðum að setja fram markmið um betri árangur í framtíðarkönnunum PISA og nýta þannig dýrmætar upplýsingar sem fást úr þessum rannsóknum til umbóta. Til dæmis er hægt að sjá í skýrslum PISA að íslenskir nemendur standa sig afar vel í tölfræðihluta stærðfræðinnar og að hlutfallslega fáir nemendur eru í besta námsmannahópnum miðað við önnur OECD ríki. Skýr markmið um betri árangur í þeim þáttum sem verið er að kanna hverju sinni er góð leið til þess að nýta jafn ítarlegar upplýsingar og PISA könnunin gefur.
Mikil aukning fjármagns til grunnskólans
OECD setur fram mikilvægar athugasemdir í nýjustu skýrslu stofnunarinnar á stöðu efnahags- og framfaramála á Íslandi. Þar er meðal annars bent á að íslenska menntakerfið allt og þá sérstaklega að grunnskólinn fái hærra hlutfall af vergri landsframleiðslu en næstum öll önnur OECD löndin. Í skýrslunni er bent á að enn eigi þetta aukna fjármagn í skólakerfinu eftir að skila betri árangri í alþjóðlegum samanburðarkönnunum en að árangur Íslands í PISA sé ekki sem stendur í samhengi við fjárframlög til menntamála. Einnig varpa þeir fram þeirri spurningu hvort að tilfærsla grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga hafi bætt gæði skólastarfs.
Ísland
Pisa 2000 (29 lönd) Pisa 2003 (27 lönd)
Meðaltal Staða Meðaltal Staða
lestur 507 11.-16. sæti 492 14.-20. sæti
stærðfræði 514 11.-16. sæti 515 10.-13. sæti
vísindalæsi 496 14.-20.sæti 495 16.-19. sæti
Setjum háleit markmið
Umræðan um árangur íslenska grunnskólans má ekki vera meira feimnismál en árangur annarra skólastiga. Stjórnvöld og skólafólk þurfa að vera samstíga og óhrædd við að að setja viðmið um árangur skólastarfs til viðbótar við hefðbundin próf, sjálfsmat og samræmd próf. . Markmiðin verða að vera skýr og endurspegla raunhæf skref að settu marki. Íslenska grunnskólakerfið á að vera á heimsmælikvarða og Íslendingar eiga að sameinast um það markmið að Ísland raði sér meðal fimm efstu þjóða OECD í náinni framtíð.
Greinin birtist í Morgunblaðinu 16. mars 2006
Spurt er
Ertu mótfallin/n samræmdum prófum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning