Fóstureyðingar og Bandaríkin

Ég bara trúði ekki mínum eigin eyrum í gærmorgun þegar ég lá mjög syfjuð uppi í rúmi og hlustaði á Björn Malmquist segja frá afleiðingum nýrra laga gegn fóstureyðingum í Suður-Dakota sem taka gildi í sumar. Það hefði eðlilega verið hægt að segja, ,,æ þessir suðurríkjamenn þarna í Bandaríkjunum" og þrýsta á snooze takkann. En Björn hélt áfram að segja frá umræðunni í Bandaríkjum á skýran og skilmerkilegan hátt og sagði að tilgangur laganna væri lögsóknir svo að hnekkja mættir Roe vs. Wade dómnum sem að mínu mati er einn sögulegasti hæstaréttardómur Bandaríkjanna.

Sá dómur varð til þess að konur áttu rétt á fóstureyðingum og þessi dómur hefur haldið í 33 ár. Ríkisstjórinn sagði þegar hann skrifaði undir að þau væru bein árás á úrskurðinn um Roe vs. Wade. Bendi á heita umræðu á vefritinu www.tikin.is um ummæli ungra frjálshyggjumanna í tilefni þessa máls. Ef málaferli er það sem stuðningsmennirnir biðja um er þetta einhver leikflétta sem tengist breytingum í hæstarétti Bandaríkjanna undanfarið ár. Bush hefur skipað John Roberts sem Chief Justices og núna í janúar Samuel Alito sem Associate Justices. Þetta verður verulega heitt og umdeilt mál og alls ekki ljóst hvorum flokki þetta mál hjálpar yfirleitt.

Þeir sem hafa búið í Bandaríkjunum vita að það er ótrúlegur munur á þankagangi eftir búsetu eins og kemur svo vel fram eftir kosningabaráttur um forsetastólinn. Eins og sést á þessu korti eru rauðu fylkin (Repúblikanar) með afgerandi aðra landfræðilega stöðu en þau bláu (Demókratar). Þetta breytist ekkert strax og þeir sem halda að Hillary Clinton sigri næstu kosningar ættu að liggja aðeins yfir þessu korti. Á meðan að kortið er svona rautt er líklegt að umræðan um fóstureyðingar verði á jafnmiklum villigötum og hún er í Bandaríkjunum í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband