Mánudagur, 6. mars 2006
Breytingar á ríkisstjórn
Nú þegar þjóðin hefur melt þessi ráðherraskipti eru fjórar spurningar sem sitja eftir að mínu mati.
- Er þetta breytingin á ríkisstjórn sem að Halldór boðaði þegar hann tók við forsætisráðherrastólnum 2004?
- Er glundroðinn í Framsóknarflokknum það mikill að Árni Magnússon yfirgefur sviðið áður en það brotnar?
- Er viturlegt fyrir Framsóknarflokkinn sem missti frá sér framtíðargæðing í dag að skipta um í heilbrigðisráðuneytinu sem er heitasti málaflokkurinn í dag. Siv er óneitanlega mjög kokhraust og sagði hér ?Ég er að taka við mjög góðu búi hjá Jóni Kristjánssyni. Ég er full tilhlökkunar og veit að þetta mun takast mjög vel til hjá okkur?. [Myndir af blómasendingum til Sivjar og umfjöllun Össurar um starfshætti Sivjar í þessu samhengi eru skemmtilegar. ]
- Er álagið á ráðherrum og stjórnmálamönnum orðið of mikið samanber brotthvarf þó nokkuð margra yngri stjórnmálamanna á undanförnum árum (Árni Magnússon, Bryndís Hlöðversdóttir, Ásdís Halla Bragadóttir) eða er spennandi hluti stjórnmálanna horfinn til viðskiptalífsins?
Ef að bleiku skæruliðarnir eru samkvæmir sjálfum sér hljóta þeir að fagna þessum breytingum á ríkisstjórn Íslands. Líklega heyrist þó ekkert frá þeim í þetta sinn þar sem fagna ætti fleiri konum í ríkisstjórn sem Samfylkingin stendur ekki að. Ekki frekar en að feministar hafi sagt neitt þegar Samfylkingin hafnaði konu í prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosningar í nýliðnum mánuði.
Það er í raun alveg magnað hvernig fjölmiðlar kynna Feministafélag Íslands sem ópólitískt félag. Af hverju ætli félagið hafi farið í spurningakönnun og kynningu á frambjóðendum Samfylkingarinnar í miðju prófkjöri? Sérstaklega ber að lesa eftirfarandi fullyrðingu vel og vandlega sem finnst á vefsíðu feministafélagsins. Bendi lesendum á að orðið feministi þýðir jafnréttissinni en er ekki lýsandi fyrir aðferðir þær sem notaðar eru til að ná jafnrétti.
Jafnrétti er ekki bara að jafna höfðatölu kvenna og karla heldur að taka tillit til sjónarmiða og veruleika beggja kynja, viðmiða þeirra og gilda, í allri ákvarðanatöku og stefnumótun. Einkavæðing, markaðsvæðing, útboðsstefna og hagræðingar eru t.d. þættir sem geta haft kynbundnar afleiðingar þótt þær virðist kynhlutlausar á yfirborðinu. Oft eru lægstu störfin boðin út fyrst (ræsting, þvottar), gjarna með kynbundnum afleiðingum. Þá geta markaðsvæðing eða hlutafélagavæðing borgarfyrirtækja gert erfiðara að fylgjast með launum kynjanna og bregðast við honum. Hver er þín afstaða í þessum málum í rekstri borgarinnar?
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning