Aðferðafræðin er aukaatriði


Það er ekkert annað en lóðaskortsstefna R-listans er að valda þessum vandræðagangi bæði núna við útboð í Úlfarsfelli og lottóið í Lambaseli. Þrátt fyrir að borgarfulltrúar meirihlutans og nýkjörinn oddviti skýri betur út hverjir mega bjóða í lóðirnar þá hefði klúðið orðið eitthvað annað - til dæmis hefði viðkomandi verktaki fengið vini og vandamenn og fjölskyldu sína til að bjóða í lóðirnar með sínum kennitölum. Vatnið leitar alltaf leiða til að komast niður fjallið í svona efnum. Þegar skortur á lóðum er viðvarandi eins og núna verður aldrei friður í kringum úthlutun lóða.

Það er ljóst að auka þarf hratt og örugglega framboð á lóðum til þess að hægt sé að veita Reykvíkingum tækifæri á að finna sér viðunandi heimili í borginni. Það er hægt að gagnrýna allar aðferðir útboðsleiða en málið snýst einfaldlega ekki um aðferðafræði í þessu máli. Það snýst um það að allt of fáar lóðir hafa verið boðnar út síðustu 12 ár og því mikil eftirspurn eftir lóðum í Reykjavík. Útboð eins og í Úlfarsfelli með þetta fáar lóðir er því gert til að ýta undir verð á lóðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband