Samtök sjálfstæðra skóla

Um helgina sat ég ráðstefnu samtaka sjálfstæðra skóla sem var haldin á Nordica. Ég sat einnig fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í pallborði þar sem pólitískir fulltrúar sátu fyrir svörum.

Ráðstefnan var mjög áhugaverð og margir mættir til að hlýða á fyrirlesara frá Bandaríkjunum og Danmörku. Að auki talaði Jón Torfi um fjölbreytileika og skilgreiningar á honum. Það var áhugavert að velta fyrir sér hvaða skilgreiningu fjölbreytileika maður aðhyllist og ef eitthvað er styrkti þessi umræða hugsun hægri manna í skólamálum.

Ég sagði stefnu Sjálfstæðisflokksins ávallt hafa verið skýra. Stefna flokksins felur í sér valfrelsi einstaklinga og frelsi til athafna. Það er því ljóst að sjálfstæðismenn vilji tryggja að þeir sem vilja koma að rekstri skóla og hafa til þess hugmyndafræði, metnað og kraft eigi að hafa tækifæri til þess. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins mun nota sömu reiknireglu með hverju barni óháð val þess eða foreldra þess á rekstrarformi skóla.

Stefán Jón Hafstein átti ekki auðvelt með að skýra hvers vegna R-listinn væri með aðra upphæð með þeim börnum sem væru í sjálfstætt reknum skólum. Það kom berlega í ljós þegar hann gagnrýndi frumvarp til breytinga á grunnskólalögum. Breytingartillaga 56. greinar felur einmitt í sér að greiða eigi hlutfallslega mikið af meðaltali kostnaðar við hvert barn til þeirra sem velja sjálfstætt rekna skóla. Stefán gagnrýndi þetta harkalega og taldi vera vegið að sjálfsforræði sveitarfélaga með þessari löggjöf. Í sömu ummælum var Stefán þó tilbúin til að réttlæta að sumir borgarreknir skólar þyrftu minni upphæð en aðrir vegna stærðar og gerðar og þess háttar breytileika. Stefán Jón borgar skv. þessum mælireglum sínum ákveðnar fastar hlutfallstölur af hagkvæmasta skólanum til sjálfstætt rekinna skóla. Það getur hann réttlætt en finnst út í hött að löggjafinn noti sömu aðferðir til að tryggja mannréttindi þeirra barna sem að velja sjálfstætt rekna skóla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband