Tilmæli áhrifamanna

Margir eru að ræða auglýsingar Jóhannesar í blöðunum í morgun.  Skal engan undra, því það er ekki algengt að nokkur lýsi yfir hvað þeir kjósi í fjölmiðlum og borgi fyrir það í þokkabót.   Það er líka áhugavert að stórkaupmaðurinn telji sig svo áhrifamikinn að fólk fylgi hans tilmælum.   Ég held að Jóhannes ætti að huga að framboði sjálfur og hafa áhrif á gang mála.   Stjórnmál eru þannig, hver sem er getur boðið fram krafta sína og breytt samfélaginu í samstarfi við annað gott fólk.

Það sem ég er hins vegar ósáttust við er þegar að peningar einstaklinga eru notaðir til að hafa áhrif á fólk í kosningum á svona ómálefnalegan hátt.  Þetta eru sömu ástæður og ég hef fyrir að vera á móti því að íbúakosningar verði almennar.   Það eru einmitt menn eins og Jóhannes sem geta haft veruleg áhrif á lítil og stór mál sem kosið er um.  Það er mun eðlilegra að kjörnir fulltrúar ráði ferð í þessu fjögur ár sem þeir eru kjörnir og síðan er kosið um þeirra verk.

Að lokum skal þess getið að ég treysti Birni Bjarnasyni til allra góðra verka og tel hann vera einn af okkar allra öflugustu stjórnmálamönnum.  Ég ætla að nýta þetta litla blog mitt til að hvetja fólk til að strika engan út af listum, nema þeir hafi gildar og rökstuddar skoðanir sem hafa verið vel ígrundaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÉG hvet alla AÐRA en kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika Björn Bjarnason út.

Hann á það skilið af kjósendum annarra flokka en okkar.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 11.5.2007 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband