Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Að loknum kosningum

Það eru miklar breytingar í vændum þegar svona margir nýir þingmenn koma til starfa.   Það er vonandi að á Alþingi verði nýtt fólk til þess að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem þar fer fram og almenningur öðlist aukið traust á þingstörfum í kjölfarið. 

Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir eru sigurvegarar alþingiskosninga 2007.  Geir H. Haarde hefur náð á stuttum tíma að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins síðan að ríkisstjórnin lenti í miklum hremmingum vegna forystuvanda Framsóknarflokksins.   Hann hefur traust Íslendinga og mun leiða áfram næstu ríkisstjórn.   Ég trúi því að fljótlega verði ljóst hvernig ný ríkisstjórn verður skipuð og hugsuð.  Mikilvægast er að málefni Sjálfstæðismanna, sem mörg hafa ekki fengið brautargengi enn, liggi til grundvallar í viðræðu.  Sjálfstæðisflokkurinn er í góðri samningsstöðu og á að nýta hana til að ná fram breytingum á velferðarkerfinu okkar og landbúnaðarkerfinu.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins er án efa einstakur sigurvegari þessara kosninga.   Hún fékk mikinn stuðning í prófkjöri og á listanum er mikið af nýju og öflugu fólki.  42,6% fylgi í kosningunum sýnir að haldið hefur verið vel á spöðunum í Suðvestur kjördæmi þrátt fyrir gríðarlega fólksfjölgun á undanförnum fjórum árum.   Að mínu mati hefur menntamálaráðherra styrkt sig verulega og á tilkall til áhrifamikilla embætta í nýrri ríkisstjórn. 

Framsóknarflokkurinn tapar stórt og margir hafa greint ástæðurnar í dag í fjölmörgum fréttaþáttum og spjallþáttum.  Að mínu mati eru án efa mjög margir þættir að hafa áhrif og atburðarrás sem Framsóknarmenn sjálfir þurfa að greina sjálfir.   Hins vegar tel ég að í grunninn þurfi að byggja upp innra starfið og málefnalega vinnu til að styðja við þá valdamiklu menn og konur sem hafa verið að sinna störfum fyrir samfélagið á þingi og í bæjarstjórnum.   Afleiðing takmarkaðs baklands í innra starfi eru skammtímalausnir og óstjórn á málaflokkum.  Það er óþolandi þegar sagt er að Framsókn sé í sárum vegna samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn.  Ég get ekki betur séð að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í mörgum málum þurft að gefa mjög eftir vegna afstöðu Framsóknarflokksins í hinum ýmsu málum.   Til að mynda í landbúnaðarmálum, félagsmálum og heilbrigðismálum.  Ekki myndi neinn hlusta á svona afsakanir ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði misst fylgi nú.

Rúsínan í pylsuendanum var að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi auka svona fjölda kvenna á þingi í þessum kosningum.   Nú eru 8 konur á þingi fyrir flokkinn, þrátt fyrir að Sólveig og Sigríður Anna hafi hætt störfum.  Sjálfstæðisflokkurinn bætti stöðu sína á meðan að konum fækkar um 3 hjá Samfylkingu.  

Að lokum óska ég öllum þessum nýju þingmönnum til hamingju með nýtt starf og þakka öllum þeim Sjálfstæðismönnum óbilandi áhuga og óþrjótandi kraft í þessari baráttu eins og öðrum.


mbl.is 24 nýir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilmæli áhrifamanna

Margir eru að ræða auglýsingar Jóhannesar í blöðunum í morgun.  Skal engan undra, því það er ekki algengt að nokkur lýsi yfir hvað þeir kjósi í fjölmiðlum og borgi fyrir það í þokkabót.   Það er líka áhugavert að stórkaupmaðurinn telji sig svo áhrifamikinn að fólk fylgi hans tilmælum.   Ég held að Jóhannes ætti að huga að framboði sjálfur og hafa áhrif á gang mála.   Stjórnmál eru þannig, hver sem er getur boðið fram krafta sína og breytt samfélaginu í samstarfi við annað gott fólk.

Það sem ég er hins vegar ósáttust við er þegar að peningar einstaklinga eru notaðir til að hafa áhrif á fólk í kosningum á svona ómálefnalegan hátt.  Þetta eru sömu ástæður og ég hef fyrir að vera á móti því að íbúakosningar verði almennar.   Það eru einmitt menn eins og Jóhannes sem geta haft veruleg áhrif á lítil og stór mál sem kosið er um.  Það er mun eðlilegra að kjörnir fulltrúar ráði ferð í þessu fjögur ár sem þeir eru kjörnir og síðan er kosið um þeirra verk.

Að lokum skal þess getið að ég treysti Birni Bjarnasyni til allra góðra verka og tel hann vera einn af okkar allra öflugustu stjórnmálamönnum.  Ég ætla að nýta þetta litla blog mitt til að hvetja fólk til að strika engan út af listum, nema þeir hafi gildar og rökstuddar skoðanir sem hafa verið vel ígrundaðar.


Frábær Risessa

Ég mæli með að allir á höfuðborgarsvæðinu kíki á Risessuna í dag eða á morgun.   Þetta er alveg frábært götuleikhús sem kemur manni í mjög gott skap.   Borgarstjórnarmeirihlutinn elti hana í morgun, frá Hljómskálagarðinum að höfn, sá hana pissa hjá Dómkirkjunni, fara á hlaupahjól og setja á sig leðurhúfu og fá sér íspinna.   Mér leið eins og sönnum Evrópubúa í dag, Vestur-Evrópubúa!

Götuleikhúsið kemur frá Frakklandi og er eitt af lokaatriðum pourquoipas.is sem er frönsk menningarveisla á vegum Menntamálaráðuneytisins.   Þessi hátíð kemur í kjölfar samkomulags og ákvörðunar franskra og íslenskra stjórnvalda frá árinu 2001. Íslenska menningarkynningin fór fram í október 2004 í Frakklandi og vakti verðskuldaða athygli.  Nú njótum við listhneigð Frakka.


mbl.is Þúsundir fylgdust með risabrúðu á gönguför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar góð áminning

Pétur Gunnarsson minnir réttilega á söguna í ljósi nýjustu ,,fréttar" Vinstri-Grænna um að ráðherrar ættu ekki að hafa vald rétt fyrir kosningar.   Legg til að allir rifji upp þessa sagnfræðilegu staðreyndir:

 http://hux.blog.is/blog/hux/entry/205287/


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband